30.1.2022 | 23:25
Jaðarhópur mótmælenda
Trudeau varð á þau orð að kalla mótmælin í Kanada jaðarhóp. Þetta sýnir bara svart á hvítu hve illa að sér margir kosnir fulltrúar eru og fjarri fólki í því landi sem þeir stjórna. Sem betur fer stækkar þessi svokallaði jaðarhópur sem mótmælir sóttvarnarreglum. Þessu leikhúsi í boði ríkisstjórna sem virðast lítið vita hvað snýr upp eða niður.
Sérfræðingarnir eru svo miklir sérfræðingar að það má ekki atyrða þá eða vera á móti. Meira segja er veist að streymisveitum fyrir það eitt að miðla þætti sem kemur með önnur sjónarhorn. Hvað vita Harry og Megan meira en Rogan? Eru þau einu sem segja sannleikann?
Aum afsökunarbeiðni forsetans að vita ekki um reglur er svo fyrir neðan allar hellur að tekur varla að nefna það. Fyrst og fremst sýna þær að allar þessar sóttvarnarreglur eru algerlega út í hróa. Hver hefur smitast eftir þennan atburð?
Fleiri lönd eru að sjá fáránleikann í þessu og það lítur út fyrir að spá mín rætist að þetta hverfi mjög snögglega allt saman.
Þúsundir mótmæltu í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2022 | 15:35
Um hvað hafa sóttvarnaryfirvöld haft rétt fyrir sér?
Rakst á frétt á zerohedge þar sem grínisti spyr tónlistamenn sem mótmæla Joe Rogan á Spotify, um hvað hafa sóttvarnaryfirvöld haft rétt fyrir sér?
Svarið verður frekar skrýtið þegar tekið saman:
Bóluefni sem varna smiti - nei alls ekki, aldrei fleiri smit
Bóluefni minnka veikindi - ekki verið rannsakað beint heldur ályktanir dregnar út frá innlögnum
Bóluefni varna gjörgæslu - aftur það sama og án samanburðarrannsókna
Lokanir - jú varnaði smitum í upphafi en eftir því sem það var endurtekið þá minnkaði virknin
Grímur - nei alls ekki, aldrei fleiri smit
Fjarlægð 2 metrar - Jú kannski ef einhver hóstar en ganga framhjá í búð skiptir engu máli
Spár um fjölda smita og innlagnir á spítala - í fæstum tilvikum komist nálægt því
Snemmlækningar - ekki í boði en samt sýna rannsóknir að virki
Af þessum lista er ekkert sem sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til sem virkar í raun. Tvö ár sem þau hafa getað prjónað sig áfram að lausn mála þá ríghalda þau í sama ruglið, sem sýnir sig aftur og aftur að virkar ekki.
Aðeins í byrjun höfðu þau rétt fyrir sér en eftir það falleinkunn.
Stjórnvöldum slétt sama um menntskælinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2022 | 14:56
Ætli heilbrigðisráðherra lesi svona frétt?
Hér er frétt tekin af Zerohedge sem fjallar um snemmmeðferð og árangur hennar.
Doctor's Organization Has Treated Over 150,000 COVID-19 Patients With 99.99% Survival
Ég bind engar vonir við að Þórólfur eða Már lesi svona greinar. Efast um að þeir myndu taka mark á henni miðað við að enn sé fólk skráð dáið vegna Covid.
Því miður hefur ekki mátt tala um snemmmeðferðir í 1 og hálft ár því bóluefnin áttu að redda öllu. Hvað sem svo er sagt um bóluefnin þá eina sem þau hafa skilað eru fleiri smit. Allt annað er verulega óljóst og ósannað vegna vantar samanburðarrannsóknir.
Varfærin áætlun er bara of seint á ferðinni, létta þessu öllu strax.
Minnisblað með afléttingaráætlun komið til ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2022 | 12:27
Haltu mér, slepptu mér.
Það má með sanni segja að þessi fyrirsögn á vel við Þórólf. Í öðru vill hann sleppa takinu en í hinu þorir hann það ekki.
Nálgun hans, miðað við faraldsfræði, er mjög skrýtin. Hann gerir ráð fyrir að 80% þurfi að smitast til að ná hjarðónómi en af hverju eru þá rúmlega 1100 að smitast aftur? Í sögulegu samhengi þá hefur engin farsótt náð að smita svo marga í þjóðfélagi þannig að nálgun hans er verulega skrýtin.
Það er ekkert gert úr orðum Bergþórs um hvort hluti smitaðra sé í raun ekkert smitandi (samt má gera það á landamærunum). Þessi mismunun gefur ekki góða raun og fær mann til að hugsa hvað liggi að baki.
Það væri mun nær að sleppa takinu.
Hjarðónæmi eftir einn og hálfan til tvo mánuði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2022 | 14:57
Veiruheldar grímur?
Þessi liður er tekin úr minnisblaðinu:
7. Kennarar í leik- og grunnskólum verði hvattir til að gæta vel að sóttvörnum, nota veiruheldar grímur og andlitshlífar sérstaklega ef þeir hafa ekki fengið örvunarskammt (þriðja skammt) bóluefnis. Muna þarf að full virkni örvunarskammts fæst ekki fyrr en 14 dögum eftir bólusetninguna. (feitletrun og undirstrikun mín)
Ég hef ekki heyrt að þessar grímur sem seldar eru almennt séu veiruheldar enda væru smit ekki svona mörg ef svo væri. Hvað á Þórólfur þá við með þessum lið? Eiga kennarar að vera með súrefni og grímu til þess að varnar veiru?
Hugmyndaflugið og vitleysan nær sífellt á nýjar slóðir en gerir minnst til að minnka smit enda er það ekki aðalatriðið lengur.
Hann heldur áfram og heldur að eldra fólk smitist meira ef takmörkunum verði aflétt. Svo getur hann ekki sleppt hugmyndinni um bólusetningapassann sem hann ýjar að öllum stundum. Þetta lepur ríkisstjórnin upp eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Kári hefur rétt fyrir. Það er best að opna allt.
Býst við fjölgun smita í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2022 | 11:27
Fyrirsögn 10. nóv. 2021 - Ekki hægt að fækka smitum nema með aðgerðum.
Í dag er tilkynnt um met smitfjölda og hver er þá árangurinn af þessum aðgerðum - enginn. Þessi barátta við veiruna með takmörkunum gegnur ekki upp lengur og sífellt fleiri sjá það, nema kannski sóttvarnarlæknir og einhverjir fleiri.
Það er ótrúlegt að lesa að hlut sem búið er að tala um í heilt ár skuli loks vera rata í meginstraumsfjölmiðla. Vísindalega hefur ekkert verið sannað að þessar lokunaraðgerðir virki eitthvað og sé tekið mið af smitfjölda þá er þetta alger þvæla. Reyndar hef ég aldrei séð neinn geta vitnað í vísindagrein sem styður lokunaraðgerðir.
Á móti má segja að rétt sé að loka til að fá betri skilning en að halda að sömu aðgerðir virki 2 árum seinna er einfaldlega bjánalegt.
Kári hefur stundum rétt fyrir sér og þegar hann segir að opna allt þá er það vegna þess að þessar lokunaraðgerðir skipta engu máli í stóra samhenginu. Að spítalinn ráði ekki við það verður bara að tækla með öðrum ráðum.
Veiran er þarna, veikir fólk mismikið en að við getum stjórnað því með lokunaraðgerðum er algerlega hætt að ganga upp.
Veirunni verði ekki útrýmt úr þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2022 | 23:11
Nakti minnisblaða keisarinn
Þórólfur er keisari minnisblaðanna. Fjölmiðlar elta það eins og um mestu æsifrétt sé um að ræða en stjórnmálamennirnir (og konur) koma fram með alvarlegum svip og segja: "sérfræðingar segja..."
Þannig að eftir stendur fyrir þjóðina er minnisblaða keisarinn sem því miður er algerlega nakinn. Það stendur ekki eftir í framsögu hans sem réttlætir aðgerðir. Samt getur maðurinn ekki sleppt takinu. Í ímyndaðri þörf fyrir að vernda þjóðina gegn veikindum sem er auðveldari viðfangs en í venjulegu flensuári.
Á minni ævi og jafnvel þeirra sem fæddust á þessari öld þá hafa komið vetrar þar sem fjölda manns vantar í kennslustofur eða á vinnustað. Ekki var ríkið þá að fylgjast sérstaklega með eða setja hömlur á hvað fólk gerir.
Keisarinn er algerlega nakinn.
Væri það ekki viðunandiað á miðjum þorra þá opnum við allt afutr og hættum þessum eltingaleik við ekki neitt. Finnar fara athyglisverða leið að hætta þessu og segja eins og er. Þeir sem veikjast láti alla nærri sér vita, vini og ættingja. Líklega í 80% tilvika kemur það í veg fyrir dreifingu smita.
Hættum að sóa peningum svona og förum að nota þá að viti og víst að á miðjum þorra þá er vel við hæfi að enda með:
Skál! og höldum áfram að lifa.
Fara verði í afléttingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2022 | 14:40
Hvað eru færustu sérfræðingar?
Ekki það að ég sé sérfræðingur en með smá glöggskyggni er mjög auðvelt að sjá þetta á annan hátt en kemur fram í þessu viðtali.
Byrjum á þessu:
"... hafi bara sýnt sig í gegnum þennan faraldur hversu mikilvægt það er að við fylgjum ráðum okkar færustu sérfræðinga á sviði smitsjúkdóma og sóttvarna."
Og árangurinn er: Aldrei fleiri smit
Næst:
"Við höfum náð að hemja útbreiðsluna. Þetta er hins vegar mjög svipuð þróun og er að gerast hjá öðrum þjóðum. Við erum að horfa til þess að þetta fari upp. Aðrar þjóðir hafa verið að beita mjög svipuðum aðgerðum og fært sig nær okkar aðgerðum."
Hemja útbreiðsluna???? - Aldrei fleiri smit
Horfa til þess að þetta fari upp?? - hvað fari upp?
Aðrar þjóðir beita mjög svipuðum aðgerðum - og með þessum fantagóða árangri, ekki satt?
Loks:
"Ef við horfum til Bretlands sem er kannski þremur vikum á undan okkur í bylgjunni þá fór þetta mjög hátt upp og svo allt í einu tók það snúning þannig að við verðum bara að meta þetta út frá gögnum. "
Ef notuð væri faraldsfræði þá væri þetta alveg ljóst en þegar notuð er tölfræði sem miðar út frá endalausum smitum þá færðu vitleysu. Þar liggur helst vitleysan í þessu öllu. Tölfræðilega í faraldri ferðu jafn hratt upp og niður. Út frá því er gengið í fræðunum og sést aftur og aftur í þessum faraldri, hvar sem er í heiminum.
Erfiðast er að meta hvenær toppnumer náð og hve lengi en líklegast erum við núna á toppnum og þá ættum við að ná niður fyrir 500 fyrir mánaðamót og jafnvel 100 rétt eftir mánaðamót. Sjáum til en hvernig væri að byrja á faraldsfræðunum?
Þríeykið áfram með í ráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2022 | 12:29
Færum miðbæinn í Skeifuna
Allar þessar hugmyndir um þéttingu eru til þess fallnar að hinn svokallaði miðbær verður of fjarri, ekki síst vegna takmarkana með fjölda ljósa og færri akreinum. Auk þess er hin svokallað borgarlína illa nýtt ef farið er fram og til baka.
Þess vegna tel ég réttara að færa miðbæinn í Skeifuna. Búa til göngugötu þar og ná þannig hringamyndun ferða frá Hafnarfirði að BSÍ og til baka um Reykjanesbraut. Hægt væri að fara í báðar áttir. Þannig fengist almennilegt hraðvagnakerfi sem virkar, ólíkt núverandi hugmyndum.
Göngugata í Skeifunni er hægt að útbúa þannig að sól gæti mögulega sést allan daga ársins, ef byggt er lágt í suðurátt. Skjól fyrir norðanáttini er vegna Laugardalsins. Erfiðast er að mynda skjól fyrir austanátt en fyrir sunnanátt væri hægt að gróðursetja til að draga úr vindi.
Sé þetta rétt gert þá færðu mun skemmtilegri göngugötu en Laugaveg og það verður alltaf hlýrra vegna betri skjóls í kring. Laugavegi ætti að breyta í íbúðagötu en leggja áherslu á Skólavörðustíg og Bankastræti niður að höfninni. Þaðan væri auðvelt að gera enn meir úr svæðinu á Granda.
Með að færa göngugötu þá er auðvelt að útbúa bílastæði nærri og mun stærra svæði í radíus út frá göngugötu er heldur en við Laugaveg. Þannig nærðu inn hluta Kópavogs, Grafarvogi og Vogunum. Í dag eru þessi svæði meira en 7 km frá Laugavegi en þarna kringum 3 km.
Margt vitlausara er til.
Falla ekki frá þéttingu við Miklubraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2022 | 11:02
Dauði vísindanna
Frá upphafi Covid er ljóst að vísindi hafa beðið algert afhroð í þessum faraldri og seint ætlar það að batna. Hér er grein sem lýsir vel hvítþvottinum á hvort veiran hafi komið af rannsóknastofu eða úr náttúrunni. Þessi hvítþvottur á upprunanum er ekki það eina, þetta á einnig við um lækningu á veirunni með lyfjum. Þrátt fyrir rannsóknir lofi góðu þá er það bælt niður með aðstoð fjölmiðla t.d. að sífellt að kalla Icevertamin ormalyf.
Ekki hefur bætt úr skák þessi sífellda notkun á tölfræði með spálíkönum. Þau geta vissulega hagnast þeim sem þurfa t.d. að manna spítalana en hvað hefur almenningur svona mikið við þessar upplýsingar að gera. Jú þær hjálpa við að halda óttanum í fólki en að öðru leyti gera lítið gagn við að forðast smit.
Sem leiðir hugann að enn einni vísindalegri bælingu en það er aldrei talað um matarræði eða gerðar félagslegar rannsóknir á hvernig megi forðast smit. Í stað þess að höfða til fólks og getu þess að takast á við hættur þá er ríkisleiðinni beint að fólki eins og þeir séu einu sem viti hvað eigi að gera. Árangurinn talar sínu máli.
Ekki bætir mantran um bólusetningu til að fá aftur trú á vísindin. Bólusetning er auðvitað forvörn en ekki lækning. Hún var sett upp til að forðast smit en gerir það ekki svo búin var ný mantra að fólk veiktist minna eftir bólusetningu. Þarna liggur engin vísindaleg sönnun því hópurinn sem smitast í dag er mun yngri en áður. Sem betur fer hefur minnkað álag aá spítalana en er það vegna þess að veiran veiktist eða bóluefnið? Það er engin leið að segja um það þrátt fyrir möntru sem tuggin er í fjölmiðlum. Ástæðan er þegar borið er saman epli og appelsínu þá færðu ekki trúverðugan samanburð. Samt trúir fólk þessu eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Nei þetta eru ekki vísindi þar sem hægt er að staðhæfa að bóluefnið virki. Eina sem eftir stendur af 2ja ára faraldri er að vísindin eru dauð, fjölmiðlar eru leppar, fólk trúir hverju sem er og efinn (grundvöllur vísinda) er bældur niður.
Endum þetta eins og frægir sjónvarpsþættirnir X-files enduðu: "Trust nobody"
Nýtt spálíkan gefur fyrirheit um betri tíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)