1.5.2021 | 01:13
Göngugötu í Skeifuna
Það á að hætta þessari vitleysu með Laugaveginn og búa til göngugötu í Skeifunni. Hana á hvort eð er að endurnýja og svæðið er í raun frekar miðlægt miðað við byggð í Reykjavík. Aðrar borgir hafa fært miðbæ sinn með góðum árangri. Ávinningurinn er mikill og skilar betri borg.
- Ef rétt er byggt þe. lág byggð í suðri eru sólardagar allan ársins hring.
- Það er skjól frá Laugardalnum sem þýðir að það er alltaf heitara þarna
- Gatnakerfið er opið að svæðinu og 3ja km radíus nær mest af vogunu, hlíðunum og alveg yfir í Kópavog.
- Það er stutt í útivistasvæði í Laugardal, Elliðárdal og Fossvoginn.
- Það er meira rými og því auðveldara að hanna með tilliti til verslunar, veitinga og útisetu.
Laugavegurinn er dauður og framtíðin liggur í hafnarsvæðinu út á Granda. Viðurkenning á því er fyrsta skrefið í að hanna Reykjavík fyrir alla Reykvíkinga, ekki bara fáa vestan Kringlunnar.
Eyþór: Groddaraleg aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2021 | 16:19
Borgarbullið
Það virðist engann enda taka þetta borgarbull. Sem betur fer bý ég ekki í borginni en samt skal þröngva borgarlínu á mitt íbúðarsvæði.
Í morgun var fenginn samgöngufræðingur til að skrifa í Moggann og sá hafði þvílíka lofrullu um borgarlínu en samt sem áður yfirsást margt (svipað og meirihlutinn í Reykjavík).
1. Þetta er í góðri samþykkt borgar- og bæjarfulltrúa á höfuðborgasvæðinu. Getur verið að þeir hafi beygt sig en báru það aldrei undir kjósendur (svipað og þessar með þessar hægingar).
2. Gerir ráð fyrir að með léttvögnum verði ferðir ekki auknar svipað og með borgarlínu. Furðuleg röksemd og í engu samræmi við hugmyndir um borgarlínu. Ef léttvagnar er valkostur þá hlýtur sá sem setur fram að hugsa á sömu forsendur og borgarlínu.
3. Af hverju er alltaf verið að gera ráð fyrir að allir séu að fara í 101 rvk. Þessi forsenda er fyrir hendi í dag og ein af ástæðum hvers vegna fáir vilja nota vagnana. Þeir sinna svo illa þeirri leið sem fólk er að fara.
4. Ein rökin voru að notendur hafi ekki verið spurðir og ég spyr á móti: Hvenær voru notendur spurðir um borgarlínu?
5. Af hverju skoðar enginn hvernig íbúar Árósa hafa geta notað strætó, með góðum árangri. Þar búa samt fleiri íbúar en á Íslandi.
Þetta borgarbull sem smitar út frá sér um höfuðborgasvæðið er eitthvað sem kominn er tími á að linni. Það á að fara vel með peninga skattborgaranna.
Koma fólki úr bílum með góðu eða illu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2021 | 17:59
Hver mælir áhrifin af aðgerðum.
Þetta er svona týpískt plan þar sem á að vernda íbúa sem þurfa ekki vernd. Sé hönnunin rétt í upphafi þá eru 50 km hraði ekki mikill. Til að mynda, sem þessi meirihluti sækir hugmyndir, í Hollandi þá gera þeir göngubrýr. Ekkert slíkt er í hugmyndum þessa meirihluta.
Hins vegar er það hinn hlutinn. Gengið er út frá að minnka mengun og hver ætlar að mæla það? Það er ekki hlutlaust að mæla sjálfan sig og hver ætlar þá að meta útkomuna?
Tökum dæmi um alranga hönnun. I Grafarvogi meðfram sjónum eru 1 undirgöng. Af hverju voru ekki sett 3-4 undirgöng þegar þetta var hannað? Svona er þetta allt í Grafarvoginum að í stað þess að hanna til framtíðar er hent í götur en ekki hugsað málið til enda.
Hvort að almenn sátt sé um þetta á eftir að koma í ljós en miðað við hvað íbúar Reykjavíkur láta yfir sig ganga þá líklega fær þetta að standa alltof lengi. Í stað þess að kynna þetta kjósendum fyrir kosningar þá er svona hlutum hent inn á miðju tímabili. Næsti meirihluti gæti hent því en þvílík sóun á almannafé ef almenn sátt er ekki til staðar.
Hraðalækkun samþykkt og fyrstu 40-göturnar í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2021 | 10:22
Rökin standast ekki.
Þegar skoðað er að umfang nagladekkja hefur snarminnkað undanfarin ár þá halda þessi rök engu vatni. Veit ekki nákvæmt hlutfall nagladekkja en sé það komið niður í 25% þá skiptir hraðinn engu máli til að minnka svifrykið. Hins vegar gera stöðug þrif það.
Sem íbúi á Nýbýlavegi þá fann ég mun um daginn þegar gatan var sópuð en ekki hvort bílar voru á nagladekkjum.
Grænt plan fæst með þrifnaði ekki rökum úr afturendanum.
Borgarstjóri boðar lækkanir á hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2021 | 13:54
Er kominn 1. apríl?
Hvers konar dramatík er þetta í fjölmiðlum. Maðurinn ferðast í hóp - já í hóp. Hversu margir eru smitaðir í hópnum? Gat verið að maðurinn smitaðist áður en hann fór?
Held það sé kominn tími á að skipta út almannavarnateyminu sem snýr að Covid. Þau eru gersamanlega að missa sig í ruglinu með að fara með svona í fjölmiðla. Góð stjórnun felst í að skipta út reglulega fólki þegar krísa á sér stað en ekki halda því til lengri tíma.
Hættið þessari dramatík og sjáið hvað gerist í framhaldinum áður lepja svona vitleysu í fjölmiðla og gera fólk enn kvíðnara en það þarf að vera.
Smitið utan sóttkvíar tengist gosstöðvunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2021 | 19:30
ESB nei takk
Það er alveg með ólíkindum að enn séu stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir því að fara í þetta bandalag. Ömurlegasta ríkjabandalag sem nokkru sinni hefur verið stofnað til.
Klúðra eigin málum og þá eiga aðrir að líða fyrir það.
Hvernig dettur einhverjum í hug að þetta sé einhver lausn fyrir Íslendinga.
Segja sig frá EES og öllu hinu hið snarasta.
ESB bannar flutning bóluefna til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2021 | 10:53
Þvælan með grímurnar
Eftir heilt ár af covid smitum þá dettur einhverjum í hug að kanna nánar hvar fólk smitast og já niðurstaðan: heima eða með vinum í langflestum tilvikum.
Nú komu upp smit um helgina og fullt fullt af prófum en lítið sem ekkert kom út úr því (sem betur fer).
Þessi skollaleikur með grímurnar er alveg kominn á endamörk. Ef þú vilt endilega setja taubleyju á andlitið þá áttu að gera það heima, með vinum eða á vinnustað sem krefst náinna samskipta. Þar er mesta smithættan.
Úti í búð, talar við engan né nálægt neinum en sértu ekki með grímu þá er látið eins og verið sé að drepa einhvern.
Er ekki kominn tími á lifa lífinu?
Líklegast að smitast heima, af vinum og á vinnustað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2021 | 11:54
Hvenær var kosið um þetta í Kópavogi?
Fyrir síðustu kosningar var þagað frekar þunnu hljóði um borgarlínu í Kópavogi af öllum flokkum. Því hlýtur sú spurning að koma upp hvenær fengu Kópavogsbúar að segja álit sitt á þessum framkvæmdum?
Dellan í þessu er að rekstrarkostnaður á að þrefaldast en í dag veina sveitarfélög yfir rekstarkostnaði. Hver á að borga þennan mismun?
Engin leið er að sjá hvernig útfærslan á að vera á Borgarholtsbraut. Í dag ganga krakkar þar yfir í skóla. Hvernig á að útfæra umferð og borgarlínu þar í gegn án þess að taka af einhverjum. Á að taka lóðirnar af íbúum götunnar? Þessi gata er mjög þröng nú þegar og ekki sjáanlegt að breikka hana nema taka af bílastæði eða garða íbúa.
Fá þessar glærukynningar og hugmyndir mig til að sættast við þetta?
Nei alls ekki!
Göturými munu taka stakkaskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2021 | 14:07
Bruðlum enn meir með borgarlínu
Þessi mynd sem sett er þarna frá í fréttinni sýnir vel hversu brothætt kerfið er í kringum strætó og hvers vegna ekki þá að auka enn á bruðlið. Með uppsetningu borgarlínu þá væri 500 miljón kr. tap í fyrra líklega 3 sinnum meira, miðað við að borgarlína kostar 3 sinnum meira í rekstri.
Galli kerfisins er augljós. Notendur eru flestir á leið í skóla eða vinnu. Þegar það er ekki til staðar eða minnkar þá fækkar farþegum. Það er alveg ljóst að færri munu sækja vinnu í vesturbæ Reykjavíkur í framtíðinni, einfaldlega vegna atvinnulífið er að minnka umsvif þar og fjarvinna mun líklega aukast. Til hvers þá að bruðla með þessa borgarlínu?
Bæjarstjóri Kópavogs hyllir borgarlínu sem einhverja frábæra lausn fyrir íbúa Hamraborgar, þeir spari sér heilar 4 mínútur á leiðinni í vesturbæ Reykjavíkur. Hann gleymdi bara að gera ráð fyrir að kannski væru þeir ekkert á leiðinni þangað.
Ekki gera ráð fyrir hlutunum, reynum að halda í við raunveruleikann!
Fækkun farþega um 3,3 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2021 | 13:45
Grímur og gagnsemi
Þarna staðfestir þingmaður að grímur veita ekki vörn gegn smiti og séu einstaklingar lengi í litlu lokuðu rými er hætta á smiti hvort sem grímur eru notaðar eða ekki.
Brandarinn er að kenna repúblikönum um smitin en ekki starfsmönnum þingsins. Betra væri að kenna engum um og sætta sig að hafa smitast án þess að það hafi verið rakið frekar. Þetta hatur demókrata mun koma í bakið á þeim.
Sem sagt ekki treysta á grímu heldur haltu fjarlægð og tíma í lágmarki.
Tveir þingmenn greindir með Covid-19 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)