Draumóralið í borgarstjórn

Þessi frétt sýnir svo vel hversu mikið draumóralið er í borgarstjórn. Þótt hverfaverslun gangi á einum stað þá þýðir það ekki að gangi í öll hverfi. Til þess þarf að huga að samsetningu hverfisins og hversu mikið íbúar eru á svæðinu.

Ef tekið er t.d. Grafarholt og Grafarvog þá fara meirihluti íbúa á hverjum morgni til vinnu í öðrum hverfum. Hvernig í ósköpunum á þá að vera hægt að skapa hverfastemningu þegar íbúar eru búnir að versla allt sem þarf áður en komið er heim. Þeir ganga ekki út í búð til að versla.

Þetta felst í aðgengi að svæði og hverju fólk er vant. Í vesturbæ Reykjavíkur hefur skapast grundvöllur að stutt er að fara í búðina. Þessi sami grundvöllur hefur ekkert skapast í öðrum hverfum. Þess vegna er hugmyndin svo draumórakennd að þetta sé hægt í öllum hverfum.

Til að jafnvægi skapist í hverfi þurfa atvinnutækifæri einnig að vera til staðar en því miður þá hefur hönnun Reykjavíkur ekki verið þannig. Til að grundvöllur skapist fyrir hverfaverslun þá þarf að fjölga atvinnutækifærum í hverfum.

Borgarfulltrúar vinnið fyrst heimavinnuna áður en farið er á leit að aðrir taki áhættu.


mbl.is Margir sem vilja fleiri Melabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Þvert á sem þessi spekingur í greininni heldur fram þá kemur mér það ekki á óvart. Helsti vöxtur undanfarin ár hefur verið í ferðaþjónustu þar sem flest störfin krefjast ekki háskólamenntunar. Staðreynd sem lítið er talað um.

Aukin menntun fólks kostar peninga og margir sem taka námslán. Þegar upp er staðið þá er lítið fé til að hefja rekstur eða skapa grundvöll til þess þar sem útskrifaðir nemar skortir lausafé og oft eignir til að hefja rekstur. Þarna vantar að brúa bilið eða á móti má segja að þarna er tækifæri.

Menntun er hagnýt fyrir einstakling og hægt að hagnýta hana í góða hluti en slíkt gerist ekki af sjálfum sér eða aðrir komi með töfrahendi og leysi málin. Það þarf að skapa grundvöllinn og slíkt þarf að gerast hjá einstaklingnum sjálfum.

Hins vegar er þetta sama vandamál og er í Evrópu. Háskólamenntað fólk fær ekki vinnu og það eru engin störf fyrir það.

Spurningar sem koma upp í hugann eru: Vill háskólamenntað fólk taka hvaða starf sem er? Vilja atvinnurekendur mikið menntað fólk í starf sem krefjast ekki menntunar? Eru háskólamenntaðir nógu duglegir að skapa sér störf?


mbl.is Færri störf fyrir háskólamenntaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki allir jafnir í höfuðborginni?

Það passar alveg að úthverfafólk vantar málsvara þegar verið er að vinna í borgarmálunum. Þessu hefur verið öðruvísi háttað í nágrannasveitafélögunum því þau teljast í raun til úthverfa en þar hefur verið reynt að gera jafnt upp á milli hverfa.

Hins vegar bregður svo við í Reykjavík að slíkt er alls ekki uppi á pallborðinu. Þar hefur ítrekað verið að sinna úthverfum verr en þegar dregur nær 101 (sem mér finnst vera úthverfi í raun).

Raunveruleikinn er að þetta hefur með skipulagsmál að gera og þau eru í lamasessi í Reykjavík. Öll stjórnsýsla höfuðborgarinnar er veik og það smitar út frá sér. Ég vann í nokkur ár í Grafarvoginum og það var algerlega til skammar hvernig hverfinu var sinnt. Gott dæmi er að ryðja snjó af götum og gangstéttum. Þar sem ég kem úr Kópavogi er allt vel rutt og passað upp á að viðhalda því vel ef snjóar aftur. Mín reynsla úr Grafarvogi að það var seint rutt og illa viðhaldið.

Kannski finnst einhverjum þetta smáatriði en þetta sýnir samt vel stjórnsýsluna. Þegar hún er sýnileg í verki þá er henni betur sinnt.


mbl.is Úthverfafólk vantar málsvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki maður í manns stað?

Ef innviðir fyrirtækisins eru rétt uppbyggðir þá ætti fyrirtækið góða framtíð fyrir sér. Vissulega missa fjárfestar oft trú þegar skipt er um mann í brúnni en það bendir til eindreginnar hjarðhegðunnar fjárfesta.

Þótt ég sé ekki fjárfestir þá finnst mér svo greinilegt að flestir fjárfestar virka ekki sjálfstæðir heldur er hjarðhegðun ríkjandi. Reyndar er það svo að í Bandaríkjunum að algengt er að fólk fjárfesti en lætur aðra um að kaup og sölu á hlutabréfum. Hjarðhegðunin gæti verið komin úr slíkum miðlarafyrirtækjum.

Ef Warren Buffet er svona mikill snillingur þá ætti hann að hafa tryggt hvernig framhaldið verður og eftirmenn taki ákvarðanir sem leiði fyrirtækið áfram. Hvort árangur næstu 50 árin verði sami skal ósagt látið en að fyrirtækið missi fótanna við að einn maður fari finnst mér vera gera of mikið úr hlutunum.

Ég ætti kannski að byrja að fjárfesta 10 kr. sem ég fann úti í dag. Það gæti leitt til einhvers.


mbl.is Warren Buffett kveður brátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð og gild tillaga

Þó er varla búast við í hroka meirihluta Reykjavíkurborgar að taka undir svona tillögu. Allt sem lagt er til frá Framsókn er ekki nógu gott en þó vill svo til að Sveinbjörg er dugleg að fjalla um mál sem skipta borgarbúa máli. Það er meira en núverandi meirihluti getur státað af því helst vilja þau einungis ræða mál sem skipta engu máli.

Réttast væri að stjórn Strætó sæi þetta sjálf og segði af sér og bæri þannig ábyrgð á þessu hrikalega klúðri.

Sýnum ábyrgð!


mbl.is Vilja skipta út stjórn Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig

"Ekki benda á mig þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn." söng Bubbi Morteins hér um árið. Það á vel við í þessu tilviki því ljóst er að kerfið er eins og það er en það var bara ekki aðlagað að íslenskum aðstæðum.

Með öðrum orðum þá er þessi sölustjóra heldur betur að skauta framhjá þeirri staðreynda að kerfið var illa innleitt og þeir sem selja kerfið ekki staðið sig nógu vel að passa upp á það.

Á hinn bóginn getur líka verið að þeir sem innleiddu kerfið hafi ætlað að spara sér með að fá sem minnstu ráðgjöf að utan, möguleiki. Breytir samt ekki þeirri staðreynd að vara er seld og það er illa fylgst með hvernig hún er aðlöguð.

Já það vill enginn bera ábyrgð, því miður.


mbl.is Ekki kerfinu um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannlegi þátturinn sem klikkar

Það má með sanni segja að mannlegi þátturinn hafi klikkað frá upphafi. Allt frá því var farið að ræða um að breyta þessu kerfi þá komu strax varnaorð sem ekki var hlustað á. Það gekk meira segja svo langt að eitt sveitafélag, Kópavogur, dró sig út. Síðan komu hagsmunafélög og bentu á offorsið.

Birtingin sem við sjáum eru mannlegu mistökin að keyra þetta í gegn og telja sig vita betur en varnarorð og notendur.

Pólitíski hrokinn að láta þetta vaða áfram stefnulaust er ábyrgðahlutur þar sem ekki er hægt að skýla sig á bakvið að þessu verði reddað.

Hver hefur manndóm í sér að vera fyrstur að bera pólitíska ábyrgð á þessu klúðri?


mbl.is Fékk ekki hjálp vegna fötlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með sjálfbærni?

Tískuorðið í heiminum í dag er sjálfbær þróun og hvalveiðar Íslendinga falla vel þar undir. Það er verið að veiða nokkur dýr sem hefur engin áhrif á stærð stofnsins eða aftrar stofninum að stækka.

Vitað er að þrýstihópar í Bandaríkjunum eru mjög virkir og vilji embættismenn ekki koma til landsins þá vilja ferðamenn það. Hvort er mikilvægara?

Held við ættum bara að standa í lappirnar og benda á sjálfbærni veiðanna. Svipað og Bandaríkjamenn sjálfir stunda í Alaska. Með að útskýra í réttu samhengi þá getum við vonað að þetta komist til skila að lokum.

Spurningin er einmitt: Hvernig kynnum við hvalveiðarnar?


mbl.is Undir þrýstingi vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndin Jagten kemur upp í hugann

Í kvikmyndinni Jagten er starfsmaður á leiksskóla ásakaður um óeðlileg samskipti við barn en síðar kom í ljós að ekki var fótur fyrir því. Í Danmörku hefur orðið alger kollsteypa í þessum málum eftir að félagsmálayfirvöld fengu alræði yfir málaflokknum og neyddust Danir til að endurskoða þetta frá grunni.

Það er svo auðvelt að dæma í svona málum og mistúlka. Á hinn vegur getur líka verið erfitt að sanna þótt allt bendir til sektar.

Að rífa alfarið frá foreldrum er furðuleg aðferð og þögn félagsmálayfirvalda hjálpar ekki til.

 


mbl.is Líkir barnavernd Noregs við nasisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að apa eftir öðrum

Það má vel deila um keisarans skegg hvort áfengisverslun sé betur undir ríkinu komin en öllum leyfð með takmörkunum. Ég sé ekki alveg hver er munurinn hvort þetta sé afgreitt í afmörkuðu plássi í verslunum eða í verslunum Vínbúðarinnar. Sé ekki heldur hvernig Svíar eiga að vera okkar fyrirmynd. Það er eins og okkur skorti eigin vilja til að ráða fram úr þessu.

Sá sem er veikur fyrir víni hann nær sér í þetta jafn auðveldlega hvort sem takmarkanir eru á verslun eða ekki. Það nægir að skoða söguna til þess og heimabrugg. Auðvitað verður einstaklingurinn að bera ábyrgð á sjálfum sér og því sem hann gerir. Að ríkið reki verslunina sé til þess að minna sé keypt stenst ekki.

Í Danmörku er hægt að kaupa þetta allan sólahringinn og jafnvel sterk vín á næstu bensínstöð. Jú Danir drekka mikið og næst mest allra norðurlandaþjóða en það hefur líka alltaf verið þannig. Aðgengið að víninu var ekki aðalatriðið.

Sagt er að fólk muni kaupa meira af áfengi og kannski gæti það orðið til að byrja með en það jafnar sig, einfaldlega vegna þess að kaupmáttur fólks leyfir ekki endalaus vínkaup. Þeir sem eru veikir fyrir víni þurfa að hafa minna fyrir þessu en áður en að þeir hafi svo mikinn meiri peninga get ég ekki séð hvernig gerist.

Það gerist ekkert stórkostlegt þótt leyft verði að selja áfengi í verslunum.


mbl.is Verslun ekki hlutverk ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband