Hvað er svona gott við kerfið?

Það fylgir ekki fréttinni hvað sé svona gott við þetta fiskveiðistjórnunarkerfi líkt og Jón Gunnarsson talar um. Vissulega í heildana stendur kerfið undir sér en það er yfirleitt á kostnað þeirra sem minni eru. Þannig eru nokkrar stórar útgerðir sem eru í forgrunni til að geta bent á eitthvað fari vel. Sleppt er að tala um allar hinar útgerðirnar sem gengur alls ekki eins vel og hvað þá þær sem fara á hausinn.

Það að í heildana sé útvegur rekinn með hagnaði þýðir ekki að kerfið sé gott. Fyrst ber að nefna aðferðir Hafrannsóknastofnunar sem engan veginn standa undir nafni að þróast vísindalega eða standa undir því að sýna fram á að þetta sé besta aðferðin við að meta magn fisks í sjónum. Það væri ágætis byrjun að byrja á að stokka upp aðferðir þeirra og nútímavæða.

Í annan stað þá eru vísbendingar um að í veiðinni sé valin helst ákveðin stærð fiska. Hafrannsóknastofnun heldur að útgerðir vilji stóra fiska en þeir vilja hvorki stóra né smá fiska. Þetta eru mjög slæmt til lengri tíma því slíkt náttúruval breytir samsetningu stofns og hefur áhrif á fiskistofna.

Allstaðar sem slíkt kerfi hefur verið tekið upp þá hefur það rústað sjávarbyggðum á einn eða annan hátt. Hlutir breytast og lífið með en að segja að kerfið sé gott eru helber ósannindi og sýnir vel hversu illa stjórnmálamenn eru inni í málaflokknum.


mbl.is Ástæða til að breyta góðu kerfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð til í þessu

Það er eitthvað til í þessu hjá Hrafni, þótt ekki þurfi að nota svona sterk orð, enda lagði ég til um daginn að gott væri að kortleggja svæðin til að sjá hvernig megi umgangast þau. Það hefur líka verið umræða um að útrýma lúpínu vegna þess að hún sé að valta yfir íslenskan gróður.

Fjölbreytt flóra er ekki slæm og þó rishvönn geti verið hættuleg þá gerist það ekki nema hún sé brotin þe. safinn kemst út. Sé það látið í friði gerist ekkert. Það væri alveg eins hægt að benda á hættuna sem þessu fylgir. Það eru hættur út um allt og nægir þar að nefna þvottaefni fyrir þvottavélar. Eigum við að útrýma þvottaefni?

Smá ýkjur en inntakið er samt: Fræða um umgegni skilar meiru en að útrýma. Að halda einhverju í skefjum er önnur leið sem hægt er að fara. Þannig að best er að kortleggja svæðin og sjá hvernig megi hirða um þau og aðgengi að svæði með viðeigandi upplýsingaskiltum.

 


mbl.is „Flórufasismi“ hjá Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bregðast við hlutum

Núverandi meirihluti í Reykjavík virðist hafa afar takmarkað framtíðarsýn sem kemur svo bersýnilega í ljós þegar vandamál koma upp. Þá er brugðist við með veikum hætti og ósannfærandi.

Í þessari frétt er haft eftir Degi að mál Ólafar hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hins vegar hefur liðið heill mánuður með ógrynni af sögum sem ekki fylltu mælinn. Þetta heitir á mannamáli að bregðast ekki við.

Svo er hinn handleggurinn, sem er alfarið á ábyrgð Reykjavíkurborgar, að Hitt húsið lét ekki lýsa eftir Ólöfu. Venjan er nú að spyrja bílstjóra ef manneskja kemur ekki hvort hafi verið í bílnum. Það hefur líka komið fram að starfsfólk Hins hússins var ekkert að aðstoða bílstjórann þótt hann væri að koma með nokkur ungmenni.

Bílstjórinn klúðrar sínum málum en það er alveg ljóst að Reykjavíkurborg er jafn mikið að klúðra sínum málum. Stjórnunarlega er alltof mikið að til að hægt sé að sættast á útskýringu um að þetta sé kornið sem fyllti mælinn. Reykjavík virðist stjórnlaus.

Hvernig væri að axla pólitíska ábyrgð, meirihlutinn í Reykjavík.


mbl.is Mál Ólafar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að axla ábyrgð

Bílstjórinn gerði mjög alvarleg mistök og líklega verður að axla sína ábyrð á því innan síns fyrirtækis. Vonandi fær hann að hafa samband við foreldra stúlkunar og biðjast afsökunar, það er allavega skref.

Það sem vantar algerlega er pólitísk ábyrgð. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum af mistökum sem hafa átt sér stað síðan nýtt kerfi var tekið upp. Hvenær ætlar einhver að hafa manndóm og taka pólitíska ábyrgð?

Lekamálið þótti mörgum reginhneiksli en lítið heyrist í sömu aðilum hvað þetta varðar. Hvernig stendur á því? Hér er farið með fólk eins og hverja aðra tusku sem allt má ganga yfir.

Athyglisvert er að Kópavogsbær neitaði að taka þátt í þessum breytingum, töldu of geyst farið í hlutina og samdi sér við aðila sem höfðu reynslu að keyra fatlaða. Heyrir einhver um mistök þaðan?

Ég skora á stjórn Strætó að segja af sér út af þessu máli og svo mætti einhver pólitíkus í sveitastjórnum koma fram og viðurkenna alvarleika málsins.


mbl.is Bílstjórinn mun ekki tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um heildaráherslur á gróðursvæðum?

Það er svo sem gott mál að taka á þessari plöntu því þó það fylgi ekki fréttinni þá brennir safi plöntunar húð, ekki bara augu. Þannig að safi plöntunnar er mjög skaðlegur og vont ef fólk kemst í snertingu við safann.

Ef Reykjavíkurborg væri með gott heildaryfirlit yfir gróðursvæði sín þá þyrfti enga sérstaka herferð gagnvart þessari plöntu. Það er vitað að hún dafnar vel á vatnasvæðum og finnst t.d. í Elliðarárdalnum.

Þannig að ætti herferðin ekki frekar að ganga út á að kortleggja gróðursvæði Reykjavíkur og hvernig sé best að umgangast svæðin og hvaða aðgerða er þörf til að halda snyrtilegu og öruggu fyrir borgarbúa.

Nei Reykjavík virðist stjórnað af fólki sem sér ekki lengra en morgundagurinn.


mbl.is Borgin í herferð gegn eiturplöntu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að setja sig í hásæti

Það er mjög auðvelt að útiloka skoðanir annarra á þeim forsendum að þeirra sé ekki óskað á ákveðnum vettvangi. Skoðanir Gúsafs eru ekki allra og fjarri því að setja alla á sama stall.

Verð samt að segja að af hverju að búa til svona mikið mál úr þessu þegar hefði verið hægt að benda á þetta áður en maðurinn var tilnefndur. Það er alveg ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn notfærði sér þetta til að slá um sig keilur, að gera meira úr sér en efni standa til.

Þannig að meirihlutinn bjó til efnivið til að gera lítið úr borgarfulltrúum Framsóknarflokksins. Eftir stendur að meirihlutinn í borgarstjórn slær um sig á kostnað annarra án þess að sýna fram á mikilvægi sitt. Leið meirihlutans er að slá um sig í hásætinu a kostnað annarra.

Afskaplega aumur meirihluti.


mbl.is „Þeirra rödd, rödd haturs og fordóma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lufsuháttur er þetta

Það er búið að lofa að leggja þetta fram og til hvers þá að bíða svona lengi. Það getur enginn stjórnað umræðinnu eða hvað gerist í kringum þetta. Það er alveg vitað að samfylkingin mun bulla eitthvað um samning en ekki staðreyndir að þetta sé aðlögun.

Það er líka vitað að aðrir flokkar eins og VG sem segjast vera á móti munu fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Tvískilningurinn er samt fyrir VG liða að þeir fóru aldrei fram á þjóðaratkvæðagreiðslu þegar farið var í ferlið.

Besti flokkurinn er ESB flokkur og Píratar fylgja stjórnarandstöðunni í blindni.

Ef þingmenn kysu eftir bestu sannfæringu sinni og yfirlýsingum þá er mikill meirihluti fyrir að afturkalla umsóknina. Það sama sést í öllum skoðannakönnunum sem spyrja réttu spurningunnar um hvort Íslendingar vilji í ESB. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill það ekki.

Hvers vegna þá þessi lufsuháttur við að leggja þetta fram. Ekki seinna en á morgun er viðeigandi og lokið fyrir næstu mánaðmót.


mbl.is „Málið hjá utanríkisráðherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttinn við breytingar

Þessi frétt fjallar ekkert um annað en óttann við breytingar. Það er ósköp eðlilegt að vilja breyta þessu hverfi enda stutt frá miðbæjarverslun.

Þótt listamenn hafi sótt innblástur þangað þá er ekki þar með sagt að starfsemin hverfi, hún einfaldlega flyst annað. Þetta hverfi átti sinn tíma og síðan breytist það. Ósköp venjulegur gangur lífsins.

Það er í raun skrýtið að vilja ekki breyta.


mbl.is Óttast að einkenni Soho hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hækkuðu þeir ekki laun konunnar?

Það er furðuleg niðurstaða að lækka laun karlsins í stað þess að hækka laun konunnar. Starfið breytist ekkert og þar sem búið er að borga karlinum hærri laun er þá ekki búið að sýna fram á að starfið sé þess virði.

Þarna birtist vel ruglið milli laun og menntunar. Það á að meta starfið út frá því sem gert er en ekki hver menntunin er. Til að jafna laun kynja þá er starfið metið en ekki menntun. Þarna fáum við það svart á hvítu.

Besta leiðin hefði verið að hækka laun konunnar og síðan endurmeta störf og ábyrgð þeirra.


mbl.is Laun karls lækkuðu vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mennt er máttur

Mikið hefur verið hampað því að mennt væri máttur og vissulega er gott að mennta sig og læra um nýja hluti. Hins vegar skapar menntun ekki endilega störf og það er ekkert sjálfgefið að þótt fólk mennti sig að það fái störf.

Þá kemur einmitt hin hliðin sem svolítið hefur verið fjallað um í DV. Hún er sú að fyrirtæki vilja ekki menntað fólk vegna þess að það er upplýstara um rétt sinn. Þetta spila mörg fyrirtæki inn á, sér í lagi þar sem starfsmannavelta er mikil. Þetta á líka við um sveitafélögin.

Þannig eftir stendur að kortleggja hversu mikið af störfum krefst í raun menntunar. Áherslan í menntamálum þjóðarinnar hefur verið alltof mikil á bóklegt nám á kostnað iðngreina. Á sama tíma hafa störf sem krefjast meiri bóklegrar þekkingar ekki aukist miðað við fjölda menntaðra.

Niðurstaðan verður að menntað fólk er þá annaðhvort atvinnulaust eða flyst af landi brott. Stytting stúdentsprófs mun ekki auðvelda þetta og líklegra verður að teljast að það skapi meira vandamál til framtíðar.

Þriðji liðurinn er síðan ómæld græðgi stjórnenda sem sjá ekki hvernig hægt er að vinna með menntuðu fólki og finna lausnir til að fá það besta úr fólki. Halda frekar launum niðri með hærri starfsmannaveltu sem til lengri tíma aftrar vexti fyrirtækja.

Fjórði liðurinn er síðan sá að fólk sem menntar sig á námslánum á enga möguleika á að stofna fyrirtæki þar sem enginn lánar skuldugu fólki án veðs.

Mennt er máttur en þjóðin þarf líka að finna leiðir til að nýta hana.


mbl.is Skortir tækifæri á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband