30.1.2015 | 08:13
Hver þrýstir upp verðinu?
Í greininni er fjallað um að leigufélög séu að ganga á lagið vegna skorts á íbúðum og þrýtsa upp verðinu. Hverjir eiga þessi leigufélög. Nú vill svo til að frétt var í vikunni um að lífeyrissjóðirnir séu í samkeppni í fasteignafélögum.
Getur verið að lífeyrissjóðir eigi í leigufélögum? Ég veit það ekki en víst er að það er ekki fyrir neinn að kaupa fullt af fasteignum nema eiga mikið lausafé. Það er nefnilega dýrt að festa fé í fasteign sem á að gefa síðan af sér því gjöldin borga sig ekki sjálf.
Getur verið að gjöld af fasteignum séu of há? Skattar af leigðum íbúðum of háir? Gæti verið lausn að leiga í heimahúsi sé undanþegin skatti til að minnka þrýsting?
Opinber gjöld hafa eitthvað um þetta að segja þrátt fyrir að einhverjir misnoti aðstöðu sína og hækki leiguverð umfram verðlag.
Leiguverðið rýkur upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2015 | 17:51
Ekki einkavæðing, hvað þá?
Katrín Júlísdóttir vill meina að þetta hafi ekki verið einkavæðing að láta bankarnir voru afhentir öðrum. Ég spyr hvað hún eigi við. Ríkið bar ábyrgð á föllnu bönkunum og setti neyðarlög til þess. Þótt að eignarhald hafi ekki verið formlega keypt þá bar íslenska ríkið ábyrgð á þessu föllnu bönkum og innistæðum
Þannig að þetta getur ekki verið annað en einkavæðing eða var þetta kannski vinavæðing? Hvað getur þetta heitið annað en einkavæðing. Það er út úr snúningur hjá Guðmundi Steingrímssyni allt tal um að hafi ekki verið í eigu ríkisins.
Þau þurfa bæði að útskýra betur hvað þau eiga við. Annað er að reyna fela sannleikann.
Einkavæðing Steingríms verði rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2015 | 08:35
Lífeyrissjóðir í samkeppni við sjálfa sig
Þessi frétt kemur ekki á óvart því hverjir hafa í raun efni á að halda úti fasteignafélögum. Jú lífeyrissjóðir þar sem mikið að fé er bundið í fasteign. Hvort auðvelt sé síðan að selja sömu eignir veit ég lítið um en í huga mínum þá sýnir þetta fram á skort á fjárfestingatækifærum og að breyta þurfi lífeyrissjóðakerfinu.
Með því að lífeyrissjóðir eru orðnir stórir fasteignaeigendur í gegnum fasteignafélög þá verða eignareikningarnir enn stærri en er endilega samansem merki milli þess og ávöxtunar á eigin fé? Eru lífeyrissjóðirnir með þessu að skrúfa upp fasteignaverð til að halda í lögbundna ávöxtunarkröfu?
Það er margt vafasamt við þetta.
Hefur áhyggjur af fasteignafélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2015 | 08:30
Já endilega
Líst mjög vel á þessa hugmynd enda skatturinn verið framarlega í nýta sér rafrænar leiðir til að einfalda allt ferlið. Mér finnst megi alveg hrósa skattinum fyrir að einfalda allt ferlið fyrir notendur þess.
Vonum einnig að samskipti við skattinn hafi líka batnað.
Skattkortin tekin úr umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2015 | 15:10
Fámennur hópur að gera sig breiðan
Ég þurfti að fletta uppi hvaða félagasamtök þetta væru enda ansi lítið farir fyrir þeim. Allt í einu virðast þau hafa mikla rödd og mikið umboð um að koma fram og mótmæla sjálfsagðri afturköllun ESB umsóknar.
Félag atvinnurekenda, allavega stjórn, er mikið um innflytjendur enda þeir verið háværastir um að fara í ESB. Þannig að þessi yfirlýsing kemur sannarlega ekkert á óvart því þeir einu sem hafa í raun haga af Evru eru innflytjendur. Af hverju stafar liklegast af sveiflum í gengi krónunnar en hvers vegna taka þeir sig ekki á og læra betur að sinna þessum sveiflum.
Við höfum ekkert að gera í ESB og það er ekki hagur þjóðarinnar að fara þar inn eða taka upp Evru. Við eigum hvort eð er svo langt í land með nokkurntímann að ná lágmarksskyldum fyrir Evru að hugmyndin er í raun hlægileg. Að tala um að verið sé að þrengja valkosti er einfaldlega út í hött.
Nei við ESB og afturköllun umsóknar sem fyrst.
Mótmæla afturköllun aðildarumsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2015 | 15:03
Það er snúið út úr öllu sem hann segir
Það er staðreynd að stjórnarandstæðan snýr út úr öllu sem Sigmundur segir og kallar hann öllum illum nöfnum. Líklega telja þeir sér trú um að þetta sé mjög viturlegar leiðir og skapandi gagnrýni á störf Sigmundar.
Held samt að aðalstaðreyndin sé sú að flestir lesi einungis fyrirsagnir og móti sér skoðun án þess að kafa ofan í efnið. Þessi lenska að kalla illum nöfnum eða gefa í skyn truflun á geði er ljótt og skilar engu nema leiðindum.
Hvaða skoðun sem menn hafa á Framsóknarflokkinum (hef aldrei kosið þá og stefni ekki að gera það) þá á vel að vera hægt að gagnrýna störf þeirra og veita þeim aðhald án þess að uppnefna þá. Annað sýnir einungis málefnaþrot.
Gagnrýnum á málefnalegan hátt.
Hvað sagði Sigmundur Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2015 | 07:43
Þetta verður forvitnileg barátta
Það verður spenanndi að sjá hvernig þeir ætla að fást við ESB elítuna og alþjóðabankann til að endurheimta virðingu sína. Það er alveg ljóst að landið eyddi langt umfram efni og úrvinnslan hefur verið erfið þar sem fólk hefur ekki verið í forgrunni.
Helst er hægt að binda vonir við að þetta verði mannlegra en hingað til en þegar peningar eru annarsvegar þá gleymist oft furðu fljótt hið mannlega.
Gleðilegasta við þetta allt saman er að gríska þjóðin lét ekki hafa áhrif á sig hvað það kaus sem segir manni að á endanum er ekki hægt að stjórna vilja fólks, þótt tímabundin kúgun hafi átt sér stað.
Spurningin er hvað gerist nú með ESB?
Vill binda enda á niðurlæginguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2015 | 08:26
Vissulega ekki
Fyrr mætti nú vera að allt sé betra á öðrum stöðum en Íslandi. Gunnar Rögnvaldsson sýnir af hverju haldið er áfram að bera saman við gamla landið. Í grunninn hittir hann á punktinn að á Íslandi var fólk að bera sig saman við aðra. Þegar komið er til nýja landsins þá verður enn að bera sig saman við sama fólkið því það þekkir ekkert fólkið í nýja landinu eða sögu þess.
Því er þessi samanburður milli landa alger steypa og hefur í raun engan tilgang. Á endanum snýst þetta allt um okkur sjálf og hvernig okkur líður.
Verum ánægð með sjálf okkur!
Auðvitað ekki allt betra hérna megin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2015 | 07:11
Kemur ekki á óvart
Mér finnst það mjög rökrétt að fólk sem flyst til norðurlandanna finnist það ekki vera útlendingar enda er þetta svo kunnuglegt umhverfi. Noregur er eins og stór útgáfa af Íslandi það er ósköp lítill munur.
Tungumálið er heldur ekki framanadi þar sem flestir hafa lært dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig tekur ekki langan tíma að koma sér inn í málið og aðlagast aðstæðum.
Þetta er líklega ekkert ólíkt og með norðulandabúana sem flytja til Íslands. Útlitslega eru þeir svo líkir að daglega gerum við engan greinamun. Jafnvel þótt þeir læri seint málið þá er líklegra að við séum umburðalyndari gagnvart þeim. Reyndar mætti alveg gera rannsókn á því til að sannreyna tilgátuna.
Njótið þess þeir sem vilja búa í þessum löndum enda lítil breyting í raun þrátt fyrir að alltaf þarf að aðlagast nýjum aðstæðum.
Íslendingar, ekki útlendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2015 | 07:05
Ekki allt sem sýnist
Af fréttum úr Mogganum undanfarna daga þá talar fólk eins og þetta sé það besta sem hægt er að hugsa sér. Hins vegar er málið ekki endilega að þetta sé svona einhliða því þegar farið er að kafa ofan í málið þá er ekki allt sem sýnist svona miklu betra.
Ein staðreyndin er sú að fólk breytir oft um lífsstíl og í raun trappar sig niður frá lífsstílnum á Íslandi. Það eitt og sér getur þýtt að fólk hafi allt í einu miklu meira milli handanna.
Það breytir því þó ekki að vissulega kemur fólk aftur til Íslands af einhverjum ástæðum og það getur verið spennandi að búa um tíma annarsstaðar. Einmitt ber að varast að taka of einhliða málflutning en ef fólki líður vel þangað sem það flytur, hvað er þá vandamálið? Það er eins og sumir halda að frysta eigið augnablikið og ekkert megi breytast.
Hættum að óttast þessa flutninga og leyfum þeim að njóta sín sem geta. Hins vegar eigum við að hætta þessum samanburði á kostnaði. Hann hefur engan tilgang því lífsstíll felst í meiru en hvort að þessir hlutir séu ódýrari og aðrir dýrari. Á endanum er þetta alltaf tilfinningin um hvar okkur líður vel sem hefur úrslitaáhrif.
Sumir flytja aftur heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)