Færsluflokkur: Bloggar

Eru verðtryggð húsnæðislán það versta í heimi?

Best að svara strax: Nei bara alls ekki.

Það var reiknað út einu sinni, að mig minnir kringum aldamót, að eiginfjár myndun með verðtryggðu húsnæðisláni hafi verið 5%. Sem er ágætis fjárfesting til lengri tíma.

Ástæða þessara skrifa var að ég rakst á þessi skrif á fjámálatipshóp á facebook og ég get vel tekið undir þessa reynslu af slíkum lánum:

"Verðtryggð lán - kannski ekki eins mikill óþverri og sumir vilja meina?
Ég hef verið að velta þessu svo mikið fyrir mér. Við hjónin höfum alltaf haft verðtryggt lán. Fyrir átta árum seldum við húsnæði og keyptum okkur stærra, tókum nýtt verðtryggt lán til 40 ára.
Við kaup greiddum við 50% út. Sem sagt áttum 50% eignarhlut og fengum verðtryggt lán fyrir 50%.
Í dag, 8 árum seinna eigum við 75% eignarhlut í eigninni. S.s. lánið stendur í 25% af virði eignarinnar.
Þegar ég núvirði upphaflegu lánsupphæðina þá er lánið í dag fjórum milljónum lægri en hun var upphaflega. Ekki hærri heldur lægri. Þegar fólk talar um að lán "hækki og hækki" er það ekki að núvirða raunvirðið?
Auðvitað veit ég að 4 milljónir er ekki mikið miðað við að vera búin að borga af láni í 8 ár og ef við hefðum haft óverðtryggt lán þá værum við búin að greiða mun meira niður. En við værum líka búin að borga mun meira á mánuði núna í þessari verðbólgu ef við værum með óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Þetta hefur hins vegar hentað okkur vel og við höfum leyft okkur ýmislegt annað. Auðvitað hefði verið best að taka óverðtryggt lán og festa vexti á réttum tíma en við vorum ekki nógu sniðug að gera það.
Mig langaði bara að koma með þetta innslag og okkar reynslu því mér finnst stundum þessi umræða vera svo einhliða. Og ég kem ekki undir nafni einmitt út af þessu hatri gegn verðtryggðum lánum. Að fólk sé að grafa sína eigin gröf með því að taka þau, en okkar reynsla er alls ekki svoleiðis"
 
Aðilinn sem skrifaði þetta var nafnlaus.
Málið er eldfimt en oftast gleymist að taka inn eignarhlutinn sem kemur þrátt fyrir verðtryggða lánið. Kerfislega virkar þetta og hvað er að því að fólk hafi val um hvort það taki verðtryggt eða óverðtryggt. Snýst þetta ekki á endanum um að geta haft þak yfir höfuðið en ekki hversu hratt eignarhlutinn hækkar?

Ruslamanían

Nú fer að styttast í að fjórir flokkar af tunnum eiga að hellast yfir íbúa höfuðborgasvæðisins. Í dag gengur frekar illa að flokka þar sem t.d. grenndargámar eru uppfullir af rusli sem á ekki heima þar.

Hvernig í fjáranum það er hægt að fá það út að það borgi sig að láta heimilin flokka svona mikið er óskiljanlegt. Fyrir utan himinháan kostnaðinn þá væri miklu nær að hafa þetta sem einfaldast og koma flokkuninni fyrir annarsstaðar. Með meira flækjustigi þá versnar flokkun og spurningin er: Hvað er flokkun versna enn meir en nú er?

Á að fara í eftirlit og sektir?


Eru kvaðir á fólk að skila árangri í loftlagsmálum?

Samkvæmt gröfum sem fylgja fréttinni þá eru kvaðir á fólk s.s. bílahatrið ekki að skila neinum árangri í minnkun á losun CO2. Jafnvel þótt náð væri niður í netzero svokallað þá er árangurinn ansi óljós. Kostnaðurinn við að ná niður í netzero er svo mikill að allur ávinnungurinn, að ná markmiðinu, verður að engu.

Til hvers erum við að eltast við einkabílinn þegar búið er að búa til betri bíla, hagkvæmari og menga minna. Þá skal eltast við bíla sem menga enn meira þótt ekki sé það í útblæstri. Þegar gröfin eru skoðuð þá sést vel að önnur umferð í vegsamgöngum en eina- og fyrirtækjabíla eykst en ekki minnkar. Hvað segir það okkur?

Það er löngu vitað að loftlagsmálin eru stjórn- og skattatæki. Nýrri upplýsingar sýna það hvað eftir annað. Þannig að allar þessar kvaðir skila engum árangri nema að gera lífið okkar skítlegra.


mbl.is Losun koltvísýrings frá hagkerfinu eykst um 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er engu nær um alvarlega hlýnun vegna El Nino

Merkilegt með svona fréttir að það er varað við stórkostlegri hættu án þess að segja í hverju hættan er fólgin. Auðvitað er lætt inn hlýnun af mannavöldum án þess að skýra hvað það eigi sameiginlegt með þessu veðurfyrirbæri.

Það eina sem má lesa úr fréttinni er að líklegra sé að næsta ár verði hlýrra en í ár.

Að drýgja einhvern texta með innihaldsleysi er auðvitað fyrirbæri sem loftlagspredikarar nota. Þeir nota mörg orð með ansi rýru innihaldi sem gefur okkur engar upplýsingar til að vinna úr. Sem sagt við eigum von á hlýrra ári á næsta ári en eigum að skíta í brækurnar út af því.

Það væri gaman að vita hver fær að skrifa síendurtekið svona innihaldslaust efni.


mbl.is Vara við El Niño og alvarlegri hlýnun fram undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvælt um gervigreind

Líḱt og þessi tvö þvæla um framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar þá gæti gervigreind alveg eins tekið við og rekið þetta. Hvorugt þeirra er starfinu vaxið. Hildur hefur vissulega til síns máls en getur einhvern veginn ekki komið hlutunum vel frá sér. Dagur reynir að rugla út með innantómum orðum enda ákaflega lítið sem situr eftir þann mann.

Skáldskapurinn um gervigreind kemst nú ekki inn á síður mbl en visir.is fer alveg hamförum og heldur að þeir séu í upphafi af vísindaskáldskap. Gervigreind mun ekki taka okkur yfir frekar en Reykjavíkurborg yfirtekur landið. Þar sem bullið í Reykjavík er svo mikið þá er best að skýra af hverju gervigreind tekur ekki yfir.

Það einfaldlega hefur ekki orku til þess því engin orka er endanleg og þegar orkan þrýtur hvernig á gerivigreindin þá að vinna.Að halda að gerivigreindin skapi sína eigin orku er lélegur skáldskapur.

Einnig það að fólk stjórnar orkunni og ef því finnst vera ógnað þá einfaldlega slekkurðu á þessu. Að lokum má nefna að maðurinn er einfaldlega ekki nógu vitur til að skapa eitthvað sem er vitrara en það sjálft.

Sem leiðir að óskapnaðinum í Reykjavík - hvenær kemur einhver að viti að stjórn borgarinnar?


mbl.is „Þvælt inn í umræðu um framúrkeyrslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekkert um reynslu annarra þjóða af vindmyllum

Í þessari fréttatilkynningu kemur fram að skoðaðar voru reglur og reglugerði en hvað með reynslu annarra þjóða af vindmyllum?

Er skoðað að raforkuverð hefur margfaldast í Noregi þrátt fyrir góðar vatnsvirkjanir. Er skoðað að Skotar borga til að loka á framleiðslu vegna þess að innviðir ráða ekki við svona mikla orku?

Hvernig væri að byrja á byrjunni:

- Skoða reynslu annarra þjóða

- Skoða hvernig/hvort kostnaður lendir á neytendum

- Skoða hvernig skattpeningar eru notaðir til að greiða úr málum

- Skoða þörfina umfram vatnsvirkjanir

- Skoða hvort þetta mengi meira en vatnsvirkjanir

- Skoða áhrif þess á umhverfið t.d. hvort landið sé í raun afturkræft

- Skoða hver borgar að taka þetta niður og sjá til þess að landið sé afturkræft

- Skoða hvort náttúra Íslands geti tekið við þessu

 

Það eru svo margt ósvarað við það að setja upp vindmylluver (ekki vindmyllulund) að við eigum heldur betur að svara svona aðilum sem halda að þetta sé ekkert mál. Áhrifin eru of mikil til að þetta sé gert sem eitthvað léttmeti og þarfnast áreiðanlegra svara.


mbl.is Staðsetningin helsta álitamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki betra að vera alls ekki með í vindmylluorkuverum

Held það skipti alls kostar engu máli hvort við erum 30, 50 eða 100 árum á eftir í vindmylluorkuverum. Það er engin þörf á þeim því við getum annað orkunotkun á annan hátt. Neytendur þessa lands sem hafa náð niður orkuverði hafa ekkert að gera við pilsfatakapítalilsta sem vilja eyðileyggja náttúru landsins. Ef einhverntímann er þörf á háværum mótmælum þá væri það nú.

Alls staðar þar sem vindmylluorkuver eru sett upp þá hækkar raforkureikningur til neytenda. Hvað hefur Ísland að gera við óörugga orkuframleiðslu þegar við höfum mjög örugga orkuframleiðslu í gegnum vatnsorkuver? Til hvers að gera lífskjör verri á landinu? Hvað með að mæla hina raunverulegu mengun af vindorkuverum? Þjóðarinnar stærsta eign, náttúran, má hún ekki njóta vafans?

Er ekki komið nóg af kommum, eins og Guðlaugi, í Sjálfstæðisflokknum?


mbl.is Ísland 30 til 50 árum á eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna ESB - gerum vont verra

Sértrúsöfnuðurinn ESB skrifstofukratar gengur sem mest út frá sérhagsmunum eða sértrú en ekki það sem hentar almenningi. Nú samþykkja þeir reglugerð um losun í flugi og krefjast þess (undanlátssemi íslenskra alþingismanna) að Íslendingar taki upp sömu reglur.

Ekki þekki ég innihaldið til hlýtar en litlar þjóðir eins og Ísland er auðvelt að láta yfir sig ganga. Lufsurnar á alþingi er svo uppteknar af heilagleika ESB að lög þeirra eiga meira segja að ganga yfir stjórnarskrá okkar. Hvernig það samstenst út frá viðskiptasamningi er mér algerlega óskiljanlegt. Björn Bjarnason vill meina að þarna séu ekki árekstrar. Hvernig má það vera að stjórnarskrálög sem eiga að vernda rétt landsins, vera æðstu lög landsins, eigi að víkja fyrir EES lögum og það valdi engum árekstrum?

Jamm það eru mörg furðurökin í dag.


mbl.is Staðfestu lög sem Ísland leggst gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er aldrei talað um Bidenisma?

Jafnvel á hverjum degi fáum við að heyra (lesa) um Trumpisma eða Pútinisma en enginn talar um Bidenisma eða um öfgar til vinstri í pólitík. Skýringin liggur í því að háskólar eru gegnumsýrðir að vinstri hugmyndafræði. Þar er leitað eftir að finna sniðug heiti sem hægt er að nota á einfaldan hátt eins Trumpismi, þótt fæstir viti hvað felst í raun í hugtakinu. Það eina sem þarf að skilja að það er eitthvað illt við það sem kennt er við slíkt.

Þannig hefur Arnar Þór Jónsson verið kenndur við þessu hugtök einfaldlega vegna þess að hann nýtir tjáningarétt sinn til að setja spurningamerki við frumvarp um lög á alþingi þar sem á að setja EES lög hærri en stjórnarská landsins. Það eitt að og sér fær aðrar samflokksmenn hans til að kalla hann Trumpista eða Pútinisma.

Ekkert er leyfilegt í dag. Ekki einu sinni grunnskólakennari má efast um fræðslu samtakanna 78 án þess að vera úthrópuð. Meira segja bæjarstjórn sér sig tilneydda til að senda út tilkynningu vegna greinar í fjölmiðlum. Hversu langt er hægt að ganga í fáránleikanum?

Bidensimi er samnefni fyrir þennan fáránleika. Sem mætti skilgreina þannig að sett er út lög en þau síðan afturkölluð þegar allt stefnir í óefni. Það fylgir engin sannfæring á bakvið það sem sett er fram en það gert til þess að friða litla minnihlutahópa. Með þögn og útskúffun er reynt að láta málin líða hjá en ef það tekst ekki þá er sett af stað reiðbylgja á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Tenging við raunveruleikann og daglegt líf fólks virðist í lágmarki, og það má alls ekki svara erfiðum spurningum. Hvað þá að hafa umræður um hluti svo að sátt geti nást um hlutina.

Það má líka kalla þetta bitruismi en það er fólk sem er biturt út í samfélagið og vill að það taki þátt í vali þess í lífinu þótt það skiptir aðra engu máli, nema fyrir nánustu vini og ættingja. Biturð þeirra er látin bitna á öðrum án þess að taka ábyrgð af afleiðingum gerða sinna.

Bidensiminn sem tröllríður í fjölmiðlum þessa helgi eftir skrif Helgu er algerlega út úr kortinu og langt frá því að vera gagnrýni á skrif hennar. Því ber að fagna að menn eins og Eldar Ísidor komi fram og segi að skrif Helgu séu í góðu lagi. Komið fram að virðingu við aðra og skapið umræður í stað þess að ráðast á þá sem setja fram efni þótt þér líki ekki innihaldið.


Er verðsamráð hjá olíufélögunum?

Það er vel til fundið hjá FÍB að setja út á olíuverð og gefa til kynna hvort um verðsamráð sé að ræða. Það er alltaf jafn furðulegt að sjá verð lækka og hækka um sömu krónutölu hjá öllum félögum samdægurs.

Á fyrri árum benti FÍB einnig á gengi dollars er sleppir því núna. Dollar hefur hækkað um rúm 7% á einu ári en að sama skapi hefur verð lækkað um 20% svo þarna er svolítið langur vegur á milli, olíufélögunum ekki til hagsbóta.

Líklegasta skýringin er að of mikið fé er tekið úr rekstri og fengin óhagstæð lán til að standa undir rekstrinum. Í hvað féiið er notað er erfitt að segja til um en gæti þó verið brask í anda þess sem var fyrir hrun eða einfaldlega taka of mikið út fyrir eigendur.

Forstjóri Skeljungs missti sig aðeins, ekki bara með að tala fyrir alla olíusala, þegar hann benti á að hagnaður færi minnkandi. Ef slíkt er að eiga sér stað hvers vegna kaupir Skeljungur þá bifreiðaverkstæðið Klett fyrir jól? Fyrirtæki þar sem hagnaður fer minnkandi er varla svo burðugt að geta slengt út fyrir kaupum á öðru fyrirtæki.

Trúverðugleiki forstjóra Skeljungs er afar lítill og minnir tal hans um margt frá því þegar síðast komst upp um verðsamráð olíufélaganna. Er það tilviljun að þá var það forstjóri Skeljungs sem oftast kom í fjölmiðlum til að afneita verðsamráði?


mbl.is Sakar olíufélögin um samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband