Ekkert annað í boði en að spara hjá ríkissjóði

Nú er krafan skýr um að belgja út ríkissjóð. Auðvitað ber að hjálpa Grindvíkingum og sú leið að leyfa þeim að velja húsnæði og flytja lánin hljómar einna best sem ég hef heyrt. Hins vegar vill verkalýðsforustan einnig belgja út ríkissjóð á sama tíma sem hlómar ansi illa í mínum eyrum.

Ég fæ engan veginn séð að það lækki vexti að hækka bætur því þá er ríkissjóður ekki að spara. Auðvitað eru nokkrar auðveldar tillögur til s.s. leggja niður Rúv, minnka í flóttamannakostnaðinn, fækka nefndum, loftlagsvitleysunni og örugglega ansi mikið meira. Um það heyrist ekki múkk um frá verkalýðsforustunni. Þau vilja bara útblásinn ríkissjóð enda telja þau að það hafi engin áhrif á vexti, hvað þá verðbólgu.

Pattstaða sem kannski lagast með hruni fjármálamarkaða í heiminum en það var víst ansi hraustlegt hrun á fjármálamörkuðum í Kína í dag. Ætluðu bara að setja biljarða til að rétta þetta af og hvaðan tóku þeir peningana? Jú frá fyrirtækjum í öðrum löndum.

Þetta lofar ekki góðu!


mbl.is „Það er ekkert annað í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband