Ekkert annað í boði en að spara hjá ríkissjóði

Nú er krafan skýr um að belgja út ríkissjóð. Auðvitað ber að hjálpa Grindvíkingum og sú leið að leyfa þeim að velja húsnæði og flytja lánin hljómar einna best sem ég hef heyrt. Hins vegar vill verkalýðsforustan einnig belgja út ríkissjóð á sama tíma sem hlómar ansi illa í mínum eyrum.

Ég fæ engan veginn séð að það lækki vexti að hækka bætur því þá er ríkissjóður ekki að spara. Auðvitað eru nokkrar auðveldar tillögur til s.s. leggja niður Rúv, minnka í flóttamannakostnaðinn, fækka nefndum, loftlagsvitleysunni og örugglega ansi mikið meira. Um það heyrist ekki múkk um frá verkalýðsforustunni. Þau vilja bara útblásinn ríkissjóð enda telja þau að það hafi engin áhrif á vexti, hvað þá verðbólgu.

Pattstaða sem kannski lagast með hruni fjármálamarkaða í heiminum en það var víst ansi hraustlegt hrun á fjármálamörkuðum í Kína í dag. Ætluðu bara að setja biljarða til að rétta þetta af og hvaðan tóku þeir peningana? Jú frá fyrirtækjum í öðrum löndum.

Þetta lofar ekki góðu!


mbl.is „Það er ekkert annað í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Loka fyrir straum innflytjenda og hælisleitenda sem kostar ríkissjóð gífurlegar fjárhæðir. Vísa öllum frá landinu sem eiga ekki að fá landvist, hratt og vel. Nú þarf að taka á honum stóra sínum og réttar ákvarðanir.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 23.1.2024 kl. 16:33

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar kemur að kosningum geta Grindvíkingar og allir ættingjar þeirra og vinir hugsað til þess þegar Ríkissjóður ákvað að auka skattheimtuna á alla og halda áfram að ausa peningum í útlönd, eða einhver gerpi sem tjalda á Austurvelli, í stað þess að draga saman og vinna fyrir þjóðina.

Það má alveg segja þingmönnum og ráðherrum þetta.

Krabbameinið sem ríkið er eykst stöðugt.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.1.2024 kl. 17:12

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Mig langar ekki að vera svartsýnn en þetta er orðið ansi hrunlegt allt saman.

Rúnar Már Bragason, 23.1.2024 kl. 17:55

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vonandi fer ríkið ekki að nota almannafé til að greiða upp nein þeirra lána sem bankarnir ættu með réttu að vera búnir að afskrifa.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2024 kl. 09:18

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ég skil hugmyndina þannig að veðið sé fært inn á nýja eign en vissulega þarf að borga þeim sem selur. Ríkið eigi þá eignina og geti selt aftur síðar. Hins vegar er ekki lokaútfærsla enn komin.

Rúnar Már Bragason, 24.1.2024 kl. 10:29

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skil ekki hvernig þú skilur hugmyndina. Hvers vegna ætti einhver að flytja veð yfir á nýja eign fyrir láni sem ætti með réttu að vera búið að afskrifa?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2024 kl. 21:50

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Svona las ég þetta en eins og sagði það er ekki búið að útfæra þetta. Veit samt ekki hvernig þú færð út að það eigi að vera búið að afskrifa þetta því til þess þarf að lýsa yfir að svæðið sé óíbúðarhæft, sem hefur ekki verið gert. Þetta hefur verið lýst sem áhættusvæði sem þýðir að vonir eru bundnar við að hægt sé að búa þarna í framtíðinni. Þangað til afskrifast ekki neitt.

Seinagangur og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er til algerar skammar.

Rúnar Már Bragason, 24.1.2024 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband