Það er kappsmál lífeyrissjóðanna að halda verðbótum

Það kemur svo glögglega í ljós í þessari frétt að aðalstuðningsaðili verðtryggingar eru lífeyrissjóðirnir enda segir þar að allar skuldir eru verðtryggðar en ekki nema 60% af tekjunum. Forsenda alls er samt alltaf lág verðbólga og fyrir því eiga lífeyrissjóðirnir að berjast.

Með þessu ná þeir að ávaxta umfram lögbundna skyldu sína en allt það fólk sem hefur amast yfir verðtryggingunni það fær engu breytt fyrr en skrúfað er á lífeyrissjóðina. Verðtryggð lán verða ekki afnumin nema lífeyrissjóðirnir fái ekkert um það að segja. Hingað til hefur það sýnt sig að sjóðirnir eru með vinninginn þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna.

Lífeyrissjóðirnir eru úr sér gegnir og hafa of mikil tök í atvinnulífinu og á stjórnmálamönnum. Líklega var þetta nauðsynleg leið á sínum í tíma en afleiðingin er að búið er að búa til skrímsli sem hefur of mikil áhrif á þjóðfélagið.

Það er engin ein leið rétt en lífeyrissjóðakerfið eigum við að leggja niður í núverandi mynd.


mbl.is Eignirnar aukast um 200 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ávöxtunarkrafan miðast við raunvexti þannig að verðtryggingin hefur engin áhrif á hana. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki menn í stjórnum fyrirtækja þó þeir eigi í þeim og hafa því engin tök í atvinnulífinu. Alþingi setur lífeyrissjóðunum reglur og lífeyrissjóðirnir hafa engin sérstök tök á stjórnmálamönnum umfram aðra. Skuld­bind­ing­ar líf­eyr­is­sjóðanna (útgreiðslur til sjóðsfélaga) eru að fullu verðtryggðar en eign­ir (útlán, fasteignir, hlutabréf,o.s.frv.) eru u.þ.b. 60% verðtryggðar, verðbólga skerðir því eignir lífeyrissjóða en þeir eru áfram skuldbundnir að fullu.

Völd og áhrif lífeyrissjóðanna eru oft gróflega ofmetin af fólki sem enga þekkingu hefur á starfsemi og tilgangi þeirra. Og fólk sem ekkert veit um lífeyrissjóðina ætti ekki að vera að kalla eftir breytingum á ástandi sem aðeins er til í ímyndun þess og ranghugmyndum.

Ufsi (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 08:50

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ef ég má ekki hafa skoðun á lífeyrissjóðunum sem greiðandi í þessar stofnanir þá er enn meiri ástæða til að leggja þá niður, Ufsi. Að þú sért eitthvað fróðari um lífeyrissjóðina get ég ekki lesið út úr svari þínu og að halda að lífeyrissjóðirnir hafi engin tök á atvinnulífinu eða stjórnmálum er ákaflega mikil einföldun. Það þarf ekki að sitja í stjórnum til að hafa áhrif. Að 60% eignar sé verðtryggt þýðir á mannamáli að það eru skuldabréf og færslan mín benti einmitt á það hversu mikið lífeyrissjóðirnir eru háðir verðtryggingunni og hversu erfitt er að koma henni frá nema breyta lífeyrissjóðakerfinu.

Það hafa allir rétt á skoðnum en það er ekki leyfilegt að gera lítið úr skoðunum annara.

Rúnar Már Bragason, 23.12.2014 kl. 16:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem kemur fram hér og í þessari grein byggist aðallega á eftirfarandi forsendu:

"Verðbólg­an er okk­ar versti óvin­ur því skuld­bind­ing­ar líf­eyr­is­sjóðanna eru að fullu verðtryggðar..."

Hér skal áréttað:

1. Skulbindingar lífeyrissjóða er einfaldlega lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga. Það er ekki um neinar aðrar skuldbindingar að ræða.

2. Lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga eru ekki verðtryggðar. Það hefur verið sannað með því að reikna út raunverulega ávöxtun lífeyris í raunverulegu tilfelli og hún reyndist vera neikvæð um 50% að raunvirði.

3. Þar af leiðandi er ofangreind forsenda fölsk og allt sem af henni leiðir.

Ástæðan fyrir því að lífeyrir er ekki verðtryggður er að stjórnir lífeyrissjóða hafa vald til að skerða lífeyri sjóðfélaga, sem þær hika ekki við að gera þegar tap verður vegna afglapa sömu stjórna í eignastýringu þessara sjóða. Dæmi um það eru 500 milljarðar sem þeir töpuðu á gölnum fjárfestingum í útrásar- og fjármálafyrirtækjum.

Ég átti sjálfur dálitla peninga í lífeyrissjóði sem var í eignastýringu hjá Landsbankanum. Við hrunið kom í ljós að helmingur þess hafði verið fjárfestur í hlutabréfum í Landsbankanum, sem voru þá auðvitað orðin verðlaus. Þessi lífeyrir var því skertur um 50%. Enginn getur haldið því fram við mig að þessi lífeyriseign mín sé verðtryggð því ef hún væri það hefði hún átt að vaxa um 50% eftir hrunið í stað þess að skreppa saman.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2014 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband