Fyrr mætti nú vera

Bréfið frá stjórnarandstöðunni er alger hneisa og þetta svar í fréttinni undirstrika það algerlega. Auðvitað er það ekki ESB að vera skipta sér af stjórnmálaumræðunni á Íslandi. Að stjórnarandstöðunni skuli detta það í hug er alveg með ólíkundum.

Hins vegar er ekki hægt að segja annað en að stjórnarandstæðan er frekar barnaleg í sínum málflutningi og aðgerðum. Þeir þora ekki að takast á við hlutina eins og fullorðið fólk heldur felur sig í sandkassaleik.

Píratar láta misnota einfeldni sína og tuða um aukaatriði. Birgitta fer mikinn en hún studdi mann sem vildi fletta ofan af stórríki. Er ESB ekki einmitt að stefna í stórríki með álíka hlutum og Birgitta vildi fletta ofan af? Af hverju vill hún þá ganga í ESB? Ósamrými í málflutningi og gerðum er hrópandi.

Vonandi dettur ekki nokkrum manni í hug að lífga líkið (umsókina) aftur við.


mbl.is Skiptir sér ekki af umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það er fyndið að horfa á fólk sem talar gegn stórum alræðisbáknum falla hvert um annað þvert þegar fram kemur yfirlýsing um að Ísland ætli ekki að gerast aðili að einu slíku. Tvískinnungur heitir það á góðri íslensku.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2015 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband