Áskorun til þeirra sem vilja kosningar

Ég skora á þá sem vilja kjósa að koma með raunhæfa aðgerðaráætlun um hvað kosningar eiga að skila af sér. Hörður Torfa sem stendur fyrir mótmælum hvern laugardag vildi ekki spyrja ráðamenn landsins að neinu. Þannig fæ ég ekki séð út á hvað mótmælin ganga og hvað fæst með því að kjósa þar sem ekki virðist grundvöllur fyrir málefnalegum umræðum heldur á bara kjósa. Kjósa um hvað?

Eigum við að kjósa um sömu þingmenn? Eigum við að kjósa um sömu flokkana? Eigum við að setja skylirði á flokkana t.d. banna prófkjör? Eigum við að krefjast þess að núverandi þingmenn megi ekki sitja áfram? Eigum við að krefjast kosninga um embætti ríkisins s.s. seðlabankastjóra, lögreglustjóra, forstjóra Fjármálaeftirlitsins o.s.frv.? Eigum við að krefjast breytinga á kosningafyrirkomulagi? Eigum við að krefjast fækkun þingmanna?

Þessir mótmælendur segjast vera að tala fyrir hönd þjóðarinnar en hvernig má það vera þegar enginn veit hverju þeir eru að mótmæla. Hvað er verið að fara fram á og hvert er markmiðið. Þeir tala ekki fyrir mína hönd og ég er hluti af þjóðinni. Ég er þess fullviss að fleiri eru sammála mér og óska eftir svörum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband