Hittir naglann á höfuðuð

Þetta er alveg rétt hjá Vilhjálmi. Það kostar ekkert að hugsa og við höfum öll frjálsan vilja til að hugsa það sem við viljum. Það er framkvæmdin úr þessum hugsunum sem skiptir máli og mikið rétt ríkisvaldið eitt og sér kemur okkur ekki úr vandanum. Ríkisvaldið býr til umhverfi sem á að auðvelda okkur að framkvæma hugsanirnar.

Því miður hefur núverandi stjórn ekki enn gert neitt til þess að auðvelda okkur framkvæmdina. Það skiptir meira máli að skipta um nefndir, koma að sérhagsmunum og koma Seðlabankastjóra frá. Ekkert sem hjálpar þjóðinni að framkvæma það sem þarf til að komast úr vandanum.

Þessi samlíkin passar líka vel því það er ekki fyrr en við viðurkennum að svona er ástandið að við förum að gera eitthvað. Margir virðast enn ekki átta sig á því að við komumst ekki hjá því að borga Icesave reikninginn einfaldlega vegna þess að það var sett í neyðarlögin að ríkið myndi ábyrgjast innlánsreikninga. Icesave er tæknilega innlendur innlánsreikningur (sama á við um Kaupþing Edge) og það er ekki hægt að gera upp á milli Íslendina sem eiga innstæðu þar og útlendinga. Þetta hefur ekkert að gera með að lúffa fyrir einum né neinum. Lögin voru bara ekki betur samin en þetta. Það er ekki hægt að segjast ábyrgjast bara suma innlánsreikninga þegar gefið er út að ábyrgjast eigi alla innlánsreikninga. Hverjum er um að kenna? Nú fyrrverandi ríkisstjórn eins og hún leggur sig og í raun öllum alþingismönnum því frumvarpið var samþykkt nánast án þess að fara í umræður um það (hefðu umræður einum sólarhring lengur getað skipt máli?).

Vandamálið með ríkisvaldið að það er alltof mikið að flýta sér og tekur ekki nógu mikið tillit til afleiðinganna. Það má alveg segja það sama um Seðlabanka frumvarpið sem nú er verið að reyna keyra í gegn. Svona vinnubrögð hjálpa þjóðinni ekkert og hefur ekkert með hvort fylgt er kapitalísma, nýfrjálshyggju eða jafnaðarstefnu. Betur samin lög skila árangri. Sandkassaleikurinn verður að stöðva í bili og nú skiptir höfuðmáli að framkvæma án sérhagsmuna.

Ég hef trú á þjóðinni og að með hækkandi sól munum við ná að fyrirgefa og halda fram á veginn.


mbl.is Aldrei of blönk til að hugsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband