Vitgrannar réttlætingar stjórnmálafólks skapar vantraust

Þessar vitgrönnu réttlætingar hjá Þórdísi Lóu, sem hún líklega trúir heilshugar, eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Til að mynda að minnihlutinn tapaði fleirum en meirihlutinn er ekki fyndið heldur einfaldlea léleg réttlæting.

Stjórnmálafólk á erfitt með að skapa traust til sín og ein stór ástæða eru svona réttlætingar í stað þess að standa fyrir eitthvað. Fyrir kosningar segist sama fólk standa fyrir hitt og þetta en eftir kosningar þá stendur það ekki fyrir neitt nema að fá völd. Völd sem það síðan veldur ekki því þau standa ekki fyrir neitt, hafa enga sýn eða vilja til að vinna heilshugar fyrir heildina (þe. ekki út frá sérhagsmunum).

Held mig við spá mína að viðreisn verði horfin innan 5 ára.


mbl.is Hefur ekkert með útilokun eða tryggð að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill ávinningur framsóknar af slíku meirihlutasamstarfi

Verði þessi meirihluti framsóknar, pírata, samfylkingar og viðreisnar að veruleika spái ég að framsókn muni tapa miklu á því. Í raun tapa allri trú nema hann nái fram einhverjum breytingum. Hins vegar er vandséð hvernig flokkurinn á að ná því með aðeins 1/3 af fólki í meirihluta.

Viðreisn spái ég að muni lognast út af innan 5 ára. Svona svik man fólk og fyrirgefur ekki. Það að ljúga blákalt á einum sólarhring er of mikið.

Frekjulætin um að þau séu ein fær um að stjórna Reykjavík er hlægileg.

Hins vegar græða nágrannasveitafélögin og líklega mun rísa fínn miðbær höfuðborgasvæðisins í Smáranum í Kópavogi. Laugavegurinn og höfnin verður svæði fyrir útlendinga og eftir það klóra flestir Íslendingar klóra sér í hausnum og spyrja - hvers vegna borgarlínu í 101 þegar við erum ekkert að fara þangað?

 


mbl.is Fróðlegt að sjá hvort breytingar verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært að vera stjórnmálafræðingur og fá að blaðra án ábyrgðar.

Auðvitað eru þetta bara hans skoðanir og það sem vantar algerlega í fréttina eru forsendurnar sem hann gefur sér. Til að mynda gefur hann sér að Viðreisn muni hlýða Samfylkingunni og vera til hliðar. Skrýtið að aðrir flokkar fái að drottnað svona yfir öðrum en það er ekki raunveruleikinn.

Svo skoðanir hans eru komnar í ljós en sjáum til hvernig málin æxlast.

Rétt mat er með sósíalista sem neita að vinna með öðrum og spurning hvort þeir séu yfir höfuð mjög félagslyndir tilað vinna með öðrum. Það er alveg vitað að Píratar vinna bara í lokuðum hópum enda á fullu í útilokunarmenningunni.

Ef Framsókn vill standa við orðin um breytingar þá hlýtur það að þýða að borgarlína og þétting byggðar verði sett stólinn fyrir dyrnar og unnið út frá raunsæi. Útilokar það ekki Samfylkinguna?

Þannig þegar ég blaðra án ábyrgðar þá segi ég fullu fetum að kjósendur höfnuðu alfarið Samfylkingunni áfram í meirihluta.


mbl.is Þrengir stöðu Framsóknarflokksins allverulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan eiga peningarnir í borgarlínu að koma?

Nú keppast vinstri menn og starfsmenn borgarlínu að allir séu svo með borgarlínu vegna úrslit kosninga. Hins vegar er alveg ljóst að borgarlína féll í kosningum vegna þess að fólk er að hafna óbreyttri þéttingastefnu. Í Kópavogi gera framsóknarmenn sér strax grein fyrir því að það þurfi að stnada öðruvísi að málum og það inniheldur líka borgarlínu.

Með því að básúna út röngum skilaboðum þá þýðir ekki að þeu séu sönn. Framsókn sagði í Reykjavík að þeir vildu endurskoða borgarlínu sem á mannamáli þýðir breyttar áherslur. Af hverju sjá vinstri menn það ekki?

Málið er að peningar í þessa hýt eru ekki til að verða það ekki í framtíðinni nema með skattlagningu eða nota almennt skattfé. Af hverju ætti landsbyggðin að borga fyrir borgarlínu en ekki sveitarfélögin sem að henni standa?

Þessi hugsjónavilla að Reykjavík verði evrópsk borg við að fá borgarlínu er fjarstæða, hreint út sagt lélegur brandari. Hvað er að því að hafa borg á íslenskum forsendum? Af hverju að vera elta vitleysuna sem evrópuborgir hafa gert?

Það búa ekki nema um 240 þús manns á svæðinu og að það þurfi þungmannalegt kerfi til að keyra þig í afþreyingu eða á barinn er fáránleiki. Það er gengið út frá því að atvinnustarfssemi muni aukast í vesturhluta Reykjavíkur en það er fátt sem bendir til þess. Mörg fyrirtæki hafa gefist upp á svæðinu og leitað annað. Hvaða tilgang hafa þá tómir vagnar á leið í vesturhluta Reykjavíkur að gera á kostnað allra landsmanna? Svo við verðum evrópsk borg?

Fyrr má nú vera minnimáttakenndin.


mbl.is Flokkar á móti Borgarlínunni bíði mikinn ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í baráttu hvers er að flugvöllurinn fari?

Baráttan um flugvöllinn hefur lítið með loftslagsmál að gera og þaðan af síður að það minnki umferð að byggja þar. Í einni gamalli grein (sem ég hef ekki tilvitnun í) kom fram að byggðin næst Fossvogi væri um 5 km frá Lækjartorgi og fyrir flesta er það of langt til að hjóla.

Í annan stað, eins og byggðin við Valsvöll sýnir, að það er verið að búa til rokrassgat. Með því að hafna opnum svæðum með gróðri þá verður ekkert skjól á milli gatnanna. Þessari staðreynd hafna allir sem vilja byggð á svæðinu. Sama á við um Hamraborg í Kópavogi og vonandi sjá þeir að sér þar.

Þeir sem græða mest á að byggja á þessu svæði eru verktakar, allir aðrir tapa í raun. Ef einungis er byggð húsnæði til búsetu en sleppt fyrirtækjasvæði þá minnkar ekki umferð. Einhversstaðar verður fólk að vinna sér inn pening til að kaupa eignirnar og ef vinnusvæðið er ekki nærri þá er líklegast að þangað verði keyrt. Hvernig lagar það loftslagsmálin?

Í þriðja lagi er þetta gömul mýri sem þýðir að megnið af þessu er lélegt byggingarland en látum ekki smáatriðin flækjast fyrir (eða voru þetta stóru málin?).

Það eru verktakar sem þrýsta á að flugvöllurinn fari með öllum ráðum. Skammtímagróði þeirra er mikilvægari en vilji fólksins.


mbl.is Oddvitar takast á um Skerjafjörðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir skilvirk borgarlína?

Mikið er talað um borgarlínu í Reykjavík en minna í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgasvæðinu en hvað þýðir svona frasi: skilvirkari borgarlínu?

Er ekki hugmyndin á bakvið borgarlínu að hafa skilvirkar almenningassamgöngur. Samkvæmt því sem framsóknarflokkurinn segir þá eru þær hugmyndir ekki uppi á borðinu. Þetta borgarlínubull er orðið svona svarti pétur þar sem allir reyna að tala í kringum en enginn veit í raun hvert á að fara.

Fer það saman að standa við samgöngusáttmálann og koma á fót borgarlínu? Ég held að það gangi ekki upp því einfaldlega eru ekki nógu miklir peningar í framkævmdir til þess.

Væri ekki nær að halda núverandi vögnu og reyna koma upp hringkerfi með Hafnarfjarðavegi og Reykjanesbraut. Nú t.d. á allt í einu að fara skoða göng frá Grensás að landspítalanum. Af hverju er ekki löngu búið að skoða þá lausn?

Heimskan og hringlandahátturinn er yfirgengilegur. Höfuðborgasvæðið telur ekki einu sinni 300 þúsund manns en sumir halda að hér séu yfir miljón.

 


mbl.is Framsókn vill þrjú þúsund íbúðir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan var komin af stað fyrir Úkraínu stríðið

Margir vilja meina að verbólguskotið í heiminum sé Úkraínustríðinu að kenna en raunin er sú að verðbólgan var löngu farin af stað fyrir það stríð.

Réttara er að benda á covid aðgerðirnar. Afleiðingin af þeim var að draga allt saman og þar með framleiðslu og flutning. Síðan þegar ástandið batnaði þá voru hvorki framleiðslan né flutningsleiðirnar tilbúnar og þess vegna hækkar verðið. Það er ekki hægt að anna eftirspurn.

Það sem ráðamenn í Evrópu auka enn vandann með viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum sem engu skila nema hærra vöruverði fyrir neytendur í Evrópu. Hin venjubundnu tæki að hækka vexti til að sporna við verðbólgu munu því bíta illa og seint. Vandamálið er langt fyrir utan landsteinanna. Ætli sé ekki betra að senda út tilkynningu um að koma ráðmönnum í Evrópu og USA frá því þeir virðast lítið ráða við ástandið. Ríkisstjórn Íslands er auðvitað autt blað og ræður ekkert betur við þetta.

Á endanum eru það heimilin sem borga (blæða) með góðu eða illu.


mbl.is Seðlabankinn að senda sterk skilaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innihaldslaust kosningaloforð

Dagur B. Eggertsson er týpískur post-modernisti. Blaðrar mikið í langlokum með ansi rýru innihaldi.

Með þessu samkomulagi þá er Reykjavíkurborg að gera samning við aðila sem þeir eru stærsti hluthafinn. Að það fái að rata inn sem frétt er rannsóknarefni í sjálfu sér.

Aðalatriðið er þó þetta: Hvað á íbúi í Keldnaholti að gera svona mikið í 101 Reykjavík? Hvað ef þessi íbúi vinnur upp á Höfða? Af hverju liggur línan þá ekki inn í Grafarvog þar sem rúmlega 20 þúsund manns búa?

Það má lengi búa til umbúðir.


mbl.is Samkomulag um fyrsta hreina Borgarlínuhverfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg staðsetning sundlaugar í Fossvogsdal

Það hefði verið miklu nær að hafa sundlaugina við Víkingsvöllinn. Þar er mikil starfssemi en þarna er engin starfssemi. Fagrilundur er ekki það mikið notaður og alger óþarfi að eyðileggja þessi fáu grænu svæði sem eftir eru.

Nær væri að gera þetta svæði að almenningsgarði enda mun meira pláss við Víkingsvöllinn og nýtist alveg jafnvel báðum skólum og þar að auki er styttra fyrir Réttarholtsskóla og Álfhólsskóla að sækja þangað, jafnvel skólann í neðra Breiðholti.

Svo halda þessi kjánar að umferð aukist ekki um dalinn. Það eru bílastæði við Fagralund og Fossvogsskóla sem verða enn meira nýtt en í dag. Algerir kjánar.


mbl.is Fossvogslaug verður að veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamenn telja sig handbera sannleikans

Twitter er rusl internetsins og handhafi allskonar dómhörku. Því hljómar það skringilega að blaðamenn séu að leita heimilda á slíkum stað. Kannski eru blaðamenn að segja að þeirra hlutverk sé að dreifa út dómhörku þessa heims?

Úr fréttinni:

„Twitter er fram­leng­ing á skrif­stof­um blaðamanna. Það er á þess­um miðli sem blaðamenn kynna störf sín, segja frá hug­mynd­um sín­um eða finna heim­ild­ir. Þess­um vett­vangi verður að stjórna á rétt­an hátt, sam­hliða því að virða tján­ing­ar­frelsi."

Sem sagt með því að opna á tjáningu þá er ekki lengur þægileg tölvuvinna. Vettvangur blaðamanna sl. 2 ár hefur ekki verið beint sá að leyfa tjáningafrelsið, hvað þá að virða það.

Blaðamönnum væri hollt að fara í gagngera naflaskoðun og breyta vinnubrögðum sínum í þá átt einmitt að virða tjáningafrelsið og miðla upplýsingum en ekki sífelldum áróðri.


mbl.is Blaðamenn fordæma yfirtöku Elon Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband