11.2.2015 | 13:00
Mannlegi þátturinn sem klikkar
Það má með sanni segja að mannlegi þátturinn hafi klikkað frá upphafi. Allt frá því var farið að ræða um að breyta þessu kerfi þá komu strax varnaorð sem ekki var hlustað á. Það gekk meira segja svo langt að eitt sveitafélag, Kópavogur, dró sig út. Síðan komu hagsmunafélög og bentu á offorsið.
Birtingin sem við sjáum eru mannlegu mistökin að keyra þetta í gegn og telja sig vita betur en varnarorð og notendur.
Pólitíski hrokinn að láta þetta vaða áfram stefnulaust er ábyrgðahlutur þar sem ekki er hægt að skýla sig á bakvið að þessu verði reddað.
Hver hefur manndóm í sér að vera fyrstur að bera pólitíska ábyrgð á þessu klúðri?
![]() |
Fékk ekki hjálp vegna fötlunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2015 | 08:15
Hvað með sjálfbærni?
Tískuorðið í heiminum í dag er sjálfbær þróun og hvalveiðar Íslendinga falla vel þar undir. Það er verið að veiða nokkur dýr sem hefur engin áhrif á stærð stofnsins eða aftrar stofninum að stækka.
Vitað er að þrýstihópar í Bandaríkjunum eru mjög virkir og vilji embættismenn ekki koma til landsins þá vilja ferðamenn það. Hvort er mikilvægara?
Held við ættum bara að standa í lappirnar og benda á sjálfbærni veiðanna. Svipað og Bandaríkjamenn sjálfir stunda í Alaska. Með að útskýra í réttu samhengi þá getum við vonað að þetta komist til skila að lokum.
Spurningin er einmitt: Hvernig kynnum við hvalveiðarnar?
![]() |
Undir þrýstingi vegna hvalveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2015 | 10:28
Kvikmyndin Jagten kemur upp í hugann
Í kvikmyndinni Jagten er starfsmaður á leiksskóla ásakaður um óeðlileg samskipti við barn en síðar kom í ljós að ekki var fótur fyrir því. Í Danmörku hefur orðið alger kollsteypa í þessum málum eftir að félagsmálayfirvöld fengu alræði yfir málaflokknum og neyddust Danir til að endurskoða þetta frá grunni.
Það er svo auðvelt að dæma í svona málum og mistúlka. Á hinn vegur getur líka verið erfitt að sanna þótt allt bendir til sektar.
Að rífa alfarið frá foreldrum er furðuleg aðferð og þögn félagsmálayfirvalda hjálpar ekki til.
![]() |
Líkir barnavernd Noregs við nasisma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2015 | 07:14
Að apa eftir öðrum
Það má vel deila um keisarans skegg hvort áfengisverslun sé betur undir ríkinu komin en öllum leyfð með takmörkunum. Ég sé ekki alveg hver er munurinn hvort þetta sé afgreitt í afmörkuðu plássi í verslunum eða í verslunum Vínbúðarinnar. Sé ekki heldur hvernig Svíar eiga að vera okkar fyrirmynd. Það er eins og okkur skorti eigin vilja til að ráða fram úr þessu.
Sá sem er veikur fyrir víni hann nær sér í þetta jafn auðveldlega hvort sem takmarkanir eru á verslun eða ekki. Það nægir að skoða söguna til þess og heimabrugg. Auðvitað verður einstaklingurinn að bera ábyrgð á sjálfum sér og því sem hann gerir. Að ríkið reki verslunina sé til þess að minna sé keypt stenst ekki.
Í Danmörku er hægt að kaupa þetta allan sólahringinn og jafnvel sterk vín á næstu bensínstöð. Jú Danir drekka mikið og næst mest allra norðurlandaþjóða en það hefur líka alltaf verið þannig. Aðgengið að víninu var ekki aðalatriðið.
Sagt er að fólk muni kaupa meira af áfengi og kannski gæti það orðið til að byrja með en það jafnar sig, einfaldlega vegna þess að kaupmáttur fólks leyfir ekki endalaus vínkaup. Þeir sem eru veikir fyrir víni þurfa að hafa minna fyrir þessu en áður en að þeir hafi svo mikinn meiri peninga get ég ekki séð hvernig gerist.
Það gerist ekkert stórkostlegt þótt leyft verði að selja áfengi í verslunum.
![]() |
Verslun ekki hlutverk ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2015 | 07:07
Hvað er svona gott við kerfið?
Það fylgir ekki fréttinni hvað sé svona gott við þetta fiskveiðistjórnunarkerfi líkt og Jón Gunnarsson talar um. Vissulega í heildana stendur kerfið undir sér en það er yfirleitt á kostnað þeirra sem minni eru. Þannig eru nokkrar stórar útgerðir sem eru í forgrunni til að geta bent á eitthvað fari vel. Sleppt er að tala um allar hinar útgerðirnar sem gengur alls ekki eins vel og hvað þá þær sem fara á hausinn.
Það að í heildana sé útvegur rekinn með hagnaði þýðir ekki að kerfið sé gott. Fyrst ber að nefna aðferðir Hafrannsóknastofnunar sem engan veginn standa undir nafni að þróast vísindalega eða standa undir því að sýna fram á að þetta sé besta aðferðin við að meta magn fisks í sjónum. Það væri ágætis byrjun að byrja á að stokka upp aðferðir þeirra og nútímavæða.
Í annan stað þá eru vísbendingar um að í veiðinni sé valin helst ákveðin stærð fiska. Hafrannsóknastofnun heldur að útgerðir vilji stóra fiska en þeir vilja hvorki stóra né smá fiska. Þetta eru mjög slæmt til lengri tíma því slíkt náttúruval breytir samsetningu stofns og hefur áhrif á fiskistofna.
Allstaðar sem slíkt kerfi hefur verið tekið upp þá hefur það rústað sjávarbyggðum á einn eða annan hátt. Hlutir breytast og lífið með en að segja að kerfið sé gott eru helber ósannindi og sýnir vel hversu illa stjórnmálamenn eru inni í málaflokknum.
![]() |
Ástæða til að breyta góðu kerfi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2015 | 08:35
Nokkuð til í þessu
Það er eitthvað til í þessu hjá Hrafni, þótt ekki þurfi að nota svona sterk orð, enda lagði ég til um daginn að gott væri að kortleggja svæðin til að sjá hvernig megi umgangast þau. Það hefur líka verið umræða um að útrýma lúpínu vegna þess að hún sé að valta yfir íslenskan gróður.
Fjölbreytt flóra er ekki slæm og þó rishvönn geti verið hættuleg þá gerist það ekki nema hún sé brotin þe. safinn kemst út. Sé það látið í friði gerist ekkert. Það væri alveg eins hægt að benda á hættuna sem þessu fylgir. Það eru hættur út um allt og nægir þar að nefna þvottaefni fyrir þvottavélar. Eigum við að útrýma þvottaefni?
Smá ýkjur en inntakið er samt: Fræða um umgegni skilar meiru en að útrýma. Að halda einhverju í skefjum er önnur leið sem hægt er að fara. Þannig að best er að kortleggja svæðin og sjá hvernig megi hirða um þau og aðgengi að svæði með viðeigandi upplýsingaskiltum.
![]() |
Flórufasismi hjá Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2015 | 16:11
Að bregðast við hlutum
Núverandi meirihluti í Reykjavík virðist hafa afar takmarkað framtíðarsýn sem kemur svo bersýnilega í ljós þegar vandamál koma upp. Þá er brugðist við með veikum hætti og ósannfærandi.
Í þessari frétt er haft eftir Degi að mál Ólafar hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hins vegar hefur liðið heill mánuður með ógrynni af sögum sem ekki fylltu mælinn. Þetta heitir á mannamáli að bregðast ekki við.
Svo er hinn handleggurinn, sem er alfarið á ábyrgð Reykjavíkurborgar, að Hitt húsið lét ekki lýsa eftir Ólöfu. Venjan er nú að spyrja bílstjóra ef manneskja kemur ekki hvort hafi verið í bílnum. Það hefur líka komið fram að starfsfólk Hins hússins var ekkert að aðstoða bílstjórann þótt hann væri að koma með nokkur ungmenni.
Bílstjórinn klúðrar sínum málum en það er alveg ljóst að Reykjavíkurborg er jafn mikið að klúðra sínum málum. Stjórnunarlega er alltof mikið að til að hægt sé að sættast á útskýringu um að þetta sé kornið sem fyllti mælinn. Reykjavík virðist stjórnlaus.
Hvernig væri að axla pólitíska ábyrgð, meirihlutinn í Reykjavík.
![]() |
Mál Ólafar kornið sem fyllti mælinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2015 | 11:18
Að axla ábyrgð
Bílstjórinn gerði mjög alvarleg mistök og líklega verður að axla sína ábyrð á því innan síns fyrirtækis. Vonandi fær hann að hafa samband við foreldra stúlkunar og biðjast afsökunar, það er allavega skref.
Það sem vantar algerlega er pólitísk ábyrgð. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum af mistökum sem hafa átt sér stað síðan nýtt kerfi var tekið upp. Hvenær ætlar einhver að hafa manndóm og taka pólitíska ábyrgð?
Lekamálið þótti mörgum reginhneiksli en lítið heyrist í sömu aðilum hvað þetta varðar. Hvernig stendur á því? Hér er farið með fólk eins og hverja aðra tusku sem allt má ganga yfir.
Athyglisvert er að Kópavogsbær neitaði að taka þátt í þessum breytingum, töldu of geyst farið í hlutina og samdi sér við aðila sem höfðu reynslu að keyra fatlaða. Heyrir einhver um mistök þaðan?
Ég skora á stjórn Strætó að segja af sér út af þessu máli og svo mætti einhver pólitíkus í sveitastjórnum koma fram og viðurkenna alvarleika málsins.
![]() |
Bílstjórinn mun ekki tjá sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2015 | 07:13
Hvað um heildaráherslur á gróðursvæðum?
Það er svo sem gott mál að taka á þessari plöntu því þó það fylgi ekki fréttinni þá brennir safi plöntunar húð, ekki bara augu. Þannig að safi plöntunnar er mjög skaðlegur og vont ef fólk kemst í snertingu við safann.
Ef Reykjavíkurborg væri með gott heildaryfirlit yfir gróðursvæði sín þá þyrfti enga sérstaka herferð gagnvart þessari plöntu. Það er vitað að hún dafnar vel á vatnasvæðum og finnst t.d. í Elliðarárdalnum.
Þannig að ætti herferðin ekki frekar að ganga út á að kortleggja gróðursvæði Reykjavíkur og hvernig sé best að umgangast svæðin og hvaða aðgerða er þörf til að halda snyrtilegu og öruggu fyrir borgarbúa.
Nei Reykjavík virðist stjórnað af fólki sem sér ekki lengra en morgundagurinn.
![]() |
Borgin í herferð gegn eiturplöntu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2015 | 07:08
Að setja sig í hásæti
Það er mjög auðvelt að útiloka skoðanir annarra á þeim forsendum að þeirra sé ekki óskað á ákveðnum vettvangi. Skoðanir Gúsafs eru ekki allra og fjarri því að setja alla á sama stall.
Verð samt að segja að af hverju að búa til svona mikið mál úr þessu þegar hefði verið hægt að benda á þetta áður en maðurinn var tilnefndur. Það er alveg ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn notfærði sér þetta til að slá um sig keilur, að gera meira úr sér en efni standa til.
Þannig að meirihlutinn bjó til efnivið til að gera lítið úr borgarfulltrúum Framsóknarflokksins. Eftir stendur að meirihlutinn í borgarstjórn slær um sig á kostnað annarra án þess að sýna fram á mikilvægi sitt. Leið meirihlutans er að slá um sig í hásætinu a kostnað annarra.
Afskaplega aumur meirihluti.
![]() |
Þeirra rödd, rödd haturs og fordóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)