8.11.2007 | 00:32
Aðeins í dag (og alla daga) - #3 Að hirða líkamann minn
Aðeins í dag ætla ég að hirða líkamann minn. Ég ætla að þjálfa hann, fæða hann og vanrækja engann hluta hans, svo hann verði fullkomin vél, sem hlýðir mér í öllu.
Það er varla ofsagt á tímum líkamsræktar og heilsuátaks hversu mikilvægt þetta atriði er. Fæði skiptir máli en ég held að aðalatriðið er hversu sáttur þú ert við það sem þú lætur í þig, og auðvitað er allt best í hófi. Hreyfing er mikilvæg fyrir okkur öll (að standa upp frá blogginu ) og besta ráðið er að fara í göngutúra. Ganga frekar hratt í 20-30 mín (þó ekki væri nema annan hvern dag) er eitthver besta heilsuræktin sem hægt er að fá. Svo er líka að læra að hlusta á líkamann og hvílast vel. Þetta ætti nú ekki að vera svo erfitt, er það?
Bloggar | Breytt 7.11.2007 kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 17:26
Aðeins í dag (og alla daga) - #2 Að laga mig eftir aðstæðum
Aðeins í dag ætla ég mér að gera mér far um að laga mig eftir aðstæðum, en reyna ekki að laga allt annað eftir óskum mínum. Ég ælta að sætta mig við fjölskyldu mína, starf og heppni, eins og það kemur fyrir, og laga mig eftir því.
Þetta fjallar um að sættast við umhverfi sitt og vera ekki að berjast við umhverfið heldur vinna með því. Í þessu felst alls ekki að aðrir ráði hvað þú gerir en t.d. ef bíll svínar fyrir mig þá ræð ég hvort ég æsi mig upp eða held áfram minni ferð í jafnvægi. Með öðrum orðum þá felst þetta í því að vera ekki að eyða orku sinni í að hugsa um allt hið neikvæða í kringum sig heldur að því jákvæða sem stefnt er að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 23:48
Aðeins í dag (og alla daga) - #1 Að vera hamingjusamur
Rakst á þetta í Dale Carnegie bókinni Lífsgleði njóttu. Þetta eru 10 atriði og ég ætla að taka 1 á dag og vera með smá hugleiðingar um hvert og eitt.
#1. Aðeins í dag ætla ég að vera hamingjusamur. Ég ætla að gera ráð fyrir að, að Abraham Lincoln hafi satt að mæla, er hann sagði: "Flestir eru eins hamingjusamir og þeir vilja vera." Hamingjan kemur innan frá; hún á ekkert skylt við ytri aðstæður.
Sá jákvæði myndi samþykkja þetta strax, vitandi það að hann gerir allt til að vera hamingjusamur og leitar hjá sér hvernig hann getur orðið hamingjusamur en bíður ekki eftir að umhverfið geri hann það. Segjum t.d. að hamingjan væri að fara á tónleika að þá kaupir þú miðann á tónleikana en segir ekki að þú eigir ekki efni á því eða bíður eftir að fá ókeypis.
Sá neikvæði myndi hafna þessu og taka dæmi um mann sem væri í fangelsi eða stríði. Hvaða áhrif getur hann haft á hamingju sína í fangelsi. Hvað um alla þá sem þurfa lifa hungursneið eða ofbeldis.
Myndin sem mætti teikna upp væri frekar að ímynda sér hóp af fólki. Sumir brosa, aðrir hlægja, enn aðrir skrafa mikið, sumir þegja, aðrir líta í kringum sig og sumir eru í fýlu. Hvaða ákvörðun tók þetta fólk í þessum hópi hvernig það ætti að koma fyrir? Ákvað það að vera í fýlu eða vera glatt? Svari hver fyrir sig. Ég ætla að vera hamingjusamur og glaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 00:58
Hvernig er hægt að reka fyrirtæki með tapi ár eftir ár?
Nú þegar samdráttur er í aflaheimildum í sjávarútvegi er hver fiskvinnslan af annarri að leggja upp laupana. Decode kom með stormi inn í íslenskt samfélag seint á síðustu öld og allir kepptust við að lofa og dá en samt rekin með tapi. Nú tæpum áratug síðar er þessi dásemd enn rekin með tapi. Hver borgar brúsann? Ekki gæti ég rekið fyrirtæki svona ár eftir ár með tapi og fengi samviskubit að sækja peninga til fjárfesta án þess að skila þeim arði til baka.
Fiskvinnslur í landinu finnst þeim ekki geta verið með taprekstur og flestum fyrirtæki sjá ekki hag í því. Ég man eftir öðru fyrirtæki (sem reyndar er hætt) Oz en það var alltaf rekið með tapi. Endalaust leitað á náðir fjárfesta með framtíðargróða í huga. Skatturinn amast út í fyrirtæki ef endurgreiða á virðisaukaskatt. Sér skatturinn ekkert að þessu sífellda tapi ár eftir ár?
Er ekki kominn tími á að skila því sem fjárfestum er lofað?
![]() |
Tap deCODE 24,2 milljónir dala á þriðja ársfjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2007 | 14:33
Var þetta nýja sem Hreiðar lofaði 2004
Áður en Kaupþing byrjaði á íbúðalánunum þá lofaði Hreiðar að þeir myndu koma með nýjungar inn á markaðinn. Þeir byrjuðu með látum á íbúðalánunum og hinir fylgdu á eftir. Síðan hafa vextirnir hækkað og hækkað og hinir fylgt á eftir. Það eina sem eftir situr í huga mínum er: Hvar er þessi rosalega nýjung sem Hreiðar lofaði? Var það að koma íbúðalánunum til bankanna? Var það að hækka sífellt verðskránna og gera ómögulegt að fylgjast með hvar er ódýrast að eiga bankaviðskipti? Var það að vera leiðandi á markaðinum og láta hina elta sig í vitleysunni?
Held að hann hafi átt við hið síðasta og því auglýsi ég í snatri eftir samkeppni á bankamarkaðinn en eitt er víst að ég mun skoða vel áður en ég tek lán hjá Kaupþingi.
![]() |
Afborganir lánsins hækka um þriðjung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 23:49
Eftirminnanleg myndbönd
Sigurrós eru þessa dagana að sýna heimildarmydina Heima sem að sögn þeirra sem séð hafa alveg stórkostleg. Ég er viss um það en þegar ég horfi á brot úr myndinni þá get ég litið annað sagt en: Fallegt en ég fæ ekkert kikk.
Þegar ég horfi á gott myndband með lagi þá kemur ákveðið kikk og lagið verður enn eftirminnanlegra. Ég man t.d. eftir að hafa horft á Kraftwerk lagið The Model sem unglingur. Féll strax fyrir laginu og myndbandið var flott. Ég man líka eftir myndbandinu við HIgh Votage lagið (man ekki hljómsveitina) en það var algert kikk að horfa á en lagið var samt frekar lélegt.
Í dag eru myndbönd öll komin á netið og oft gaman að sjá gömlu myndböndin sem maður horfði á í gamla daga eins og Stand and Deliver með Adam & The Ants, Swords of thousand Man með Tempone Tudor og fleiri. Þá voru myndbönd líka sjaldséðari og oft minnisverðari. Hver man ekki eftir Don't Give Up með Peter Gabriel þar sem hann og Kate Bush faðmast allt lagið og snúast í hring. Sledgehammer með Peter Gabriel sem þá var dýrasta myndband sögunnar. Micheal Jackson bætti svo um betur með Thriller í kostnaði en það var heil saga og 15 mínútna langt.
Samt eru ódýr myndbönd líka skemmtileg eins og W.F.L. með Happy Mondays en þar eru dansandi krakkar á Hacienda (hljómsveitin mætti ekki og söngvarinn settur inn eftir á, kom samt órtúlega flott út). Lazy Itis með Happy Mondays og Karl Wellinger að spila fótbolta í grenjandi rigningu og innan girðingar. Turn You Inside Out með R.E.M. (sem reyndar lítur ekki eins vel út í dag) en var ótrúlega flott á sínum tíma. Fairytale of New York með The Pogues en þar kemur Matt Dillon fyrir. Það ótrúlegasta er að hljómsveitin The Smiths sem amaðist alltaf yfir að myndbönd væru svo gerfileg að þeir gerðu sjálfir alveg ótrúlega slöpp myndbönd. Hefðu mátt læra margt af The Stone Roses laginu Fool's Gold en það er enn í dag alveg ótrúlega kúl og flott myndband að horfa á þá ganga í eyðurmerkunni. Passar alveg við lagið og gerir það ljóslifandi fyrir manni.
Sigurrós hefur gert rosalega flott myndbönd en fyrir mig vantar kikkið sem flest hinna upptöldu hafa gert. Það væri bara óskandi að MTV og VH1 tækju aftur upp á því að sýna myndbönd þar sem gaman er hafa þetta í gangi þótt ekki sé horft nema með öðru auganu.
Gaman væri að fá skoðun á góðum myndböndum sem þú mannst eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 00:41
Tepruskapur og neikvæðar fréttir
Það var góð grein hjá Ásgeiri H. Ingólfssyni með fyrirsögninni: Að höggva mann og konu (Morgunblaðið, laugardaginn 27. október 2007). Þar fjallar hann um tepruskapinn þegar birt var þýðing í Lesbók Morgunblaðsins og nefnd voru kynfæri karls og konu. Tilfinningalegt samband sem báðir aðilar voru að njóta. Eitthver fann að þessu og vildi láta reka ritstjóra Lesbókarinnar. Ásgeir spyr í framhaldi af því hvers vegna má ekki fjalla um kynlíf eins og fjallað er um stríð? Að höggva mann og annan á að vera svo rómantískt og mikilfenglegt. En þegar hugsað er til verknaðsins þá er þetta í raun hreinn viðbjóður. Hins vegar má ekki fjalla um tilfinningalegan unað milli tveggja manneskja. Sérstaklega ekki þegar nefnd eru kynfærin og unaðar í kringum það.
Þessi góða grein minnti mig á það þegar sjónvarpasþátturinn Biggest loser byrjaði á Skjá 1. Það var hver greinin á eftir annarri sem rakkaði þáttinn niður. Ekkert var skemmtilegt við þetta að sjá of feitt fólk koma saman og grenna sig. Enginn hafði orð á því að þessi keppni gerði keppendum gott og allir juku þeir sjálfstraust sitt. Eftir þátttöku í þáttunum héldu allir áfram að gera hluti sem breyttu lífi þeirra sem viðhélt betri sjálfsmynd og auknu sjálfstrausti. Þessi sömu greinaskrifarar hylltu hins vegar upp til skýjanna þátt eins og Survivor sem gengur út á keppni milli þátttakenda og mikið gert í því að koma upp ágreiningi milli þeirra. Enda virðast margir þátttakandur þar fara illa út úr þátttökunni og koma til baka með verra sjálfstraust og lélega sjálfsmynd.
Það sem ég fagna við þessa grein er sú staðreynd hversu lítið við hyllum efni sem gengur út á gleði, tilfinningaunað, sjálfstraust, vináttu eða annað þar sem gott er á milli fólks. Á sama hátt hyllum við upp til skýjanna allt það neikvæða, hræðilega, sem minnkar sjálfstraust, eyðileggur sjálfsmynd, slítur vináttu eða annað sem skilur manneskjur eftir í sárum sínum. Það verður spennandi að sjá hvað fólk segir við þáttunum How to look good naked en þeir ganga einmitt út á að efla sjálfstraust hjá þátttakendum.
Ég vil gleði, unað, tilfinningar og annað sem eflir sjálfstraust og vitund mína. Þess vegna óska ég eftir fleiri greinum eins og hans Ásgeirs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 18:01
Elskum lífið!
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að eins sterka tilfinningu og við byggjum innra með okkur að við notum hana ekki meira. Að elska er sterk tilfinning sem skilur eftir sig vellíðan og fær okkur til að líða betur.
Þegar ég hugsa til þess að við notum færri vöðva til að brosa en að vera í fýlu, að um leið og við brosum þá sendum við líka vellíðan í líkama okkar sem er læknandi. Til eru margar sögur þar sem fólk hefur læknað sig af sjúkdómum með hlátrinum einum saman. Hvers vegna elskum við ekki lífið meira?
Ef við elskuðum meira fulltrúana sem við kjósum til að stjórna landi/sveitafélögum þá myndu þeir skilja að þeir haga sér eins og fífl oft á tíðum. Ef við elskuðum meira náungann þá myndum við kynnast honum og eiga skemmtilegar stundir saman. Ef við elskuðum meira þá myndum við líklega lítið pæla í veðrinu, fréttum af stríði og viðbjóði. Við myndum eyða tíma okkar í að styrkja okkur, hugsa vel til náungans og alls hins sem þarfnast sterkrar og vinalegrar tilfinningar.
Því miður eru slíkar tilfinningar ekki uppi á pallborðinu (í fjölmiðlum allavega) heldur reiði, öfund og óvinlegheit til annarra. Við getum vel hugsað hvoru megin við viljum vera en líklega verður alltaf þessi barátta til staðar. Eigið góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 12:56
Misskildir textar
Hljómsveitir lenda oft í því að textar þeirra séu misskildir og vissulega geta túlkanir verið allskonar. Það er engin ein leið að segja hvernig á að túlka texta en þó reyna flestir að hafa merkinguna nokkuð skýra.
Hljómsveitin The Jesus & Marychain lenti í því eftir útgáfu á fyrstu plötu þeirra að margir skildu ekki hvað þeir voru að segja og héldu að orðið f*** væri í öðru hverju orði. Eitthvað sem fór verulega í pirrurnar á þeim enda gáfu þeir út texta með næstu plötu sinni. Frægt er hvað Kurt Cobain í Nirvana syngur í viðlaginu í laginu Smells Like Teen spirit en þegar textinn er skoðaður á netinu þá koma ansi misjafnar útfærslur.
Erfiðasta dæmið er þó þegar hljómsveitin Pulp lenti í því að þingmaður ásakaði þá um að breiða út neyslu fíkniefna þegar lagið var reyndar ákkúrat um að neyta ekki fíkniefna. Þegar ég hlusta á textann í laginu Sorted out for E's and Wizz þá fæ ég alltaf skilaboðin um að neyta ekki eiturlyfja.
Önnur fræg dæmi eru líka lögin Perfect Day með Lou Reed sem fjallar um eiturlyfja en passar engann veginn við t.d. brúðkaup þegar tekið er tillit til textans. Annað þekkt dæmi er The One I Love með R.E.M. sem fjallar um skilnað en var allavega um tíma eitt vinsælasta brúðkaupslagið. Ég meina nær fólk ekki merkingunni: "This one goes out to the one I love. This one goes to one I left behind" sem mætti þýða: "Þetta fer til þess sem ég elska. Þetta fer til þess sem ég skildi eftir." Hvernig er hægt að skilja öðruvísi en verið sé að skilja við manneskjuna?
Man reyndar ekki eftir neinum misskilningi hjá íslenskum hljómsveitum en gaman væri að heyra um slíkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 23:50
Trommarar sem stíga fram í sviðsljósið
Einn af fylgifiskum útgáfufyrirtækja er að splitta upp böndunum og láta hvern einstakling reyna fyrir sér. Þetta gerist með all misjöfnum árangri og oft kemur ekkert út úr því. Sem dæmi um sérútgáfur hjá hljómsveit mætti nefna Nick Cave & the Bad Seeds en þar hafa flestir hljómsveitarmeðlimir prufað sig áfram á eigin spýtur, og oft með góðum árangri.
Tilefnið núna eru samt trommarar. Eitthvernveginn sér maður bara trommarana fyrir sér bakvið settið að halda taktinn en þeir ná oft furðu vel að heilla fólk. Hefðbundin uppsetning hjá hljómsveitum er að söngvari er fremst, gítar og bassi til hliðanna, hljómborð enn lengra til hliðanna og trommur aftast í miðjunni. Eðlilega taka flestir eftir söngvaranum og gítarleikaranum því varla sést í þann sem situr bakvið trommusettið. Því kemur sú spurning upp í hugann hvort þeir hafa eitthvað annað fram að færa en taktinn?
Bogomil Font með Sigtrygg trommara Sykurmolanna í fararbroddi er þekktasta eintakið hér á landi um trommara sem meikar það sem söngvari hljómsveitar en í augnabliklikinu man ég ekki eftir öðrum. Erlendis má nefna þekkt og minna þekkt nöfn. Það stærsta er án efa Phil Collins er hann barði trommur hjá Genesis áður en hann færði sig fremst eftir að Peter Gabriel yfirgaf hópinn. David Grohl stofnaði eigin hljómsveit, Foo Fighters, eftir að Nirvana hætti með góðum árangri. Bobby Gillespie barði trommur á fyrstu plötu Jesus & Marychain en stofnaði síðan eigin hljómsveit, Primal Scream, sem hefur gert góða hluti.
Þannig að trommarinn sem heldur taktinn lumar greinilega á ýmsu og því best að horfa á alla möguleika varðandi getu þeirra, þeir gætu nefnilega orðið aðalstjarnan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)