Er of dýrt að reka ökutæki

Þar sem sífellt fleiri ökutæki þurfa endurskoðun þá mætti leiða að því líkum að sífellt fleiri sinni illa viðhaldi bíla og geri ekkert fyrr en alger nauðsyn beri til. Þetta gefur vísbendingu um að of dýrt sé að reka ökutæki en samt þrjóskast fólk við.

Vissulega vegna þess hversu erfitt getur verið að nota almenningssamgöngur sé heimilið stórt. Það er varla eftirsóknavert að burðast með marga verslunarpoka í strætó og eiga jafnvel síðan eftir að ganga smá spöl heim til sín. 

Eftir stendur spurningin hvernig finna megi jafnvægið milli almenningssamgangna og einkabíls.


mbl.is Sífellt fleiri ökutæki fá grænan miða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stór hluti landsmanna á ekki kost á almenninssamgöngum. Verður að nota einkabílinn til allra sinna ferða.

Gunnar Heiðarsson, 13.10.2014 kl. 08:19

2 identicon

já til dæmis fólk í smábæjum útá landi. Það keyrir 400 metra í vinnuna. Alveg magnað.

Jón (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 09:39

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þessi fullyrðing stenst nú ekki hjá þér Gunnar en fyrir suma er spotti út á stoppustöð og flókið að fara á milli hverfa. Bíll er lúxus en til að almenningssamgöngur virki almennilega þarf kerfið að vera liprara. Sammála með landsbyggðina að þeir nota bílinn alltof mikið í heimabyggð.

Rúnar Már Bragason, 13.10.2014 kl. 16:13

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef þú hreyfir bílinn ekki reglulega, þá bilar hann. Gúmíin harðna og pakkningarnar byrja að leka.

Þess vegna hreyfir landsbyggðarfólk bílana sína. En þetta skilur bíllaus 101 elítan ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.10.2014 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband