Vinna varamennirnir í takt við alþingismennina

Það er ótrúleg lenska í ríkiskerfinu að veita lélega þjónustu. Einfaldir hlutir verða einhvernveginn mjög flóknir vegna þess að ekki er upplýst á einfaldan hátt sem myndi spara öllum. Þannig fela ríkisstofnir sig oft á bakvið úrskurð en hefðu auðveldlega aldrei þurft að fella úrskurð hefði málið verið upplýst nægjanlega.

Þess vegna er verðug spurning hvort að varamenn þingmanna séu nógu vel upplýstir til að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir og komið í veg fyrir óþarfa vinnu.

Í öllu tali um sparnað þá held ég að ríkið geti gert skurk í að efla þjónustu og auka upplýsingar til notenda þjónustunnar. Þannig sparast mikil vinna að þurfa ekki að úrskurða að óþörfu séu réttu upplýsingarnar veittar. 

En ætli það sé ekki bara barnalegur draumur að halda að slíkt gerist?


mbl.is Margir þingmenn eru fjarverandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband