Aukið fé ríkissjóðs vonandi nýtt sem best

Það þarf að nýta aukið fé í ríkissjóð á skynsamlegan hátt án þess að missa sjónar af markmiðinum. Vonandi nýtist aukið fé á spítalanum til að efla stjórnskipun spítalans því hún virðist ekki síður fara fallandi með sífelldum sparnaði undanfarin ár.

Eðli spítalans er að sífellt þarf að auka fjárframlög og þess vegna þarf að vera á hreinu hvernig fjármagnið nýtist sem best og stjórnskipun sé skýr. Líklegast væri best að ráðuneytið tæki sig til að gerði þessa úttekt.

Mín skoðun er að nýr spítali eigi að rísa við Borgarspítala víst borgin er svona upptekin að reisa íbúðarhúsnæði upp á Höfða. Líkt og með stjórnsýslu þá þarf að vera gott aðgengi og núverandi Landsspítalalóð býður ekki upp á slíkt.

Sumir þurfa lyf og það er gott að komast á móts við þann hóp en það þarf líka að efla eftirlit með útskriftum á lyfjum því varla er það svo flókið þar sem allt er orðið rafrænt.

Nýtum peningana vel.


mbl.is Milljarður í Landspítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband