Verkalýðsforustan er ekki pólitískt stjórnarafl

Með þessum samningum er verkalýðsforustan að ganga fram sem pólitískt stjórnarafl. Þau stjórna ekki í landinu og þau bera enga ábyrgð á stjórnun landsins en heimta samt þætti sem hefur með stjórnun landsins.

Þetta er ekkert annað en lögleysa og vitleysa. Það gengur ekki upp að sveitafélögin ráði ekki sjálf eða ríkið komi inn til að liðka fyrir samningum. Til lengdar þýðir þetta ekki annað en að verkalýðsforustan gengur lengra og lengra en án allrar ábyrgðar.

Þessir samningar leiða líklega til viðvarandi verbólgu og hátt vaxtastig. Af hverju? Jú því einhvernveginn þarf að fjármagna dæmið og ríkskassinn er nú þegar rekinn með tapi. Viðvarandi taprekstur ríkiskassans leiðir af sér verðbólgu því einhvernveginn þarf að ná í fjármagn til að standa undir skuldunum.

Ekki mun verkalýðsforustan sjá til að þess að skuldirnar verði greiddar.

Þessir samningar eru ekki að vinna með launafólki.


mbl.is „Auðvitað vill maður alltaf meira“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sveitarfélögin, sem mörg standa mjög illa, munu annað tveggja gera, skerða þjónustu við bæjarbúa eða hækka einhver gjöld til að greiða mat ofan í skólabörn. Aumir verkalýðsforingjar sem semja um smotterí handa völdum hópi en láta hina blæða. Á Akureyri sem dæmi, illa statt sveitarfélag, er um tug milljónir að ræða á hverjum mánuði. Sé eldað ofan í 1000 börn og efniskostnaður er um 400 kr. sér hvert mannsbarn að þetta gengur ekki upp nema með aukinni skattheimtu. Akureyrarbær á ekki fyrir þessu.

Skil ekki af hverju menn gleðjast svona yfir að borga matinn ofan í börn togarasjómanna, lækna, kennara, hjúkrunarfræðinga, stjórnenda, sjúkraliða, slökkviliðsmanna o.s.frv. Mjög fá börn líða þann skort að geta ekki fengið mat í hádeginu velji þau það. Skólar grípa öllu jöfnu umrædd börn. Nei Vilhjálmur og liðið hans eiga að skammast sín fyrir að leggja þessar álögur á íbúa sveitarfélaganna.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2024 kl. 12:34

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Því miður er þetta rétt hjá þér Helga. Peningarnir vaxa ekki á trjánum enda hefur forsætiráðherra talað um að hliðra þurfi til.

Það virðist orðin venja að ekki séu gerðir samningar nema aðkomu ríkisins. Samt stendur í lögum að það sé ólöglegt.

Sé engan veginn að það gangi upp að halda áfram á slíkri vegferð.

Rúnar Már Bragason, 9.3.2024 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband