Hvernig getur líkan verið gervigreind

Þetta er gott framtak hjá þeim en þetta er ekki gervigreind. Þetta er bara líkan sem sækir upplýsingar á marga staði.

Umræðan um gervigreind er svo á villigötum að það virðist engin leið að átta sig á hvað er átt við með gervigreind. Greind verður ekki til nema hún læri og þó þú lesir upplýsingar frá mörgum stöðum þá er ekki sagt að hér sé verið að læra. Hins vegar er forsendum sífellt breytt til að reyna fá betri mynd af þeim gögnum sem eru notuð.

Margir hafa farið mikinn um gervigreind en æði oft eru þetta líkön sem ná í upplýsingar á mörgum stöðum og raða saman. Hér er enginn nýr lærdómur heldur einungis verið að nýta upplýsingar á nýjan hátt og vonandi betri. Eins og Gunnar Rögnvaldsson sagði að hér er verið að betrumbæta forritun sem er hið besta mál.

Væri óskandi að fréttamenn köfuðu aðeins í það sem þeir skrifa um.


mbl.is Gervigreindin umbyltir íslenskum veðurspám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband