Skynsemi eða ekki?

Það virðist við fyrstu skoðun vera mjög skynsamlegt að draga sig í land á þeim forsendum að verið sé að gera upp hluti í kringum viðskipti Höllu. Hins vegar er ekki annað hægt en að hnjóta um í orðalagi yfirlýsingarinnar þegar segir að hún hafi aldrei átt hlut í Skeljungi þótt eignarhluti í Skeljungi hafi verið undir fyrirtæki sem var í hennar eigu. Það er eitt að vera þögull og víkjandi eigandi og skipta sér ekki að eignahlut í fyrirtæki en þegar komið er í eftirlit á vegum ríkisins þá gengur það ekki upp. Trúverðugleikinn snýst um að vita hvað sé að gerast í kringum þig og taka ábyrga afstöðu.

Skynsemin snýr því að Halla er algerlega búin að missa trúverðugleikann í starfið og sem betur fer grípur strax til aðgerða. Megi henni vegna vel í framtíðinni.


mbl.is Hættir sem stjórnarformaður FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er aðeins búin að missa trúverðugleikann í starfið hjá þeim sem vita ekki að ekkert af þessu heyrir undir fjármálaeftirlitið. Þetta er upphlaup yfir engu, æsifréttamennska fáfróðra fréttamanna sem fávís almúginn gleypir hráa. Starfsemi eignarhaldsfélaga er ekki eins og venjulegra hlutafélaga, hluthafar eignarhaldsfélaga eiga ekki endilega hlut í öllu sem sett er undir eignarhaldsfélagið. Eignarhaldsfélag getur að þessu leiti starfað svipað og húseigendafélag eða landeigendafélag. Annars er gaman að sjá enn einu sinni hve eftirsóttir starfskraftar sem kunna sitt fag eru snöggir að yfirgefa ríkisstörfin þegar tækifæri gefst meðan skussar sem enginn vill og öllu klúðra hanga í starfi út í rauðan dauðan.

Jós.T. (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 20:24

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Málið er einmitt að eignarhaldsfélög hafa mikið verið notuð til að fela eignarhald og því ekki viðeigandi að stjórnarformaður fjármálaeftirlits sé viðloðandi slíkan gjörning. Traust á ríkisstarfsmönnum kemur einmitt með gegnsæi og heiðarleika en ekki svona viðskiptaháttum sem þjóðin hefur fordæmt. Ég er ekkert að setja út á hennar störf og viss um að hún er góður starfskraftur en þetta snýst um traust sem ekki er lengur til staðar varðandi þetta starf.

Rúnar Már Bragason, 29.10.2014 kl. 23:28

3 identicon

Það er eins og að segja að prestar hafi misnotað börn og þess vegna sé ekki viðeigandi að prestar gangi lausir og börn sæki kirkju. Það er fáránlegt að sakfella hana fyrir það að einhverjir einhverntíman hafi notað eignarhaldsfélag í óheiðarlegum tilgangi. Sérstaklega þegar ekki hefur verið bent á neitt sem ekki er 100% samkvæmt lögum í hennar viðskiptum, og ekkert sem þjóðin hefur fordæmt. Það er auðvelt að svipta fólk trúverðugleika hjá þeim auðtrúa. Óvönduð æsifréttamennska og þekkingarleysi hafa mótað skoðanir þínar en ekki raunveruleikinn. Það er lítið að græða á að lesa skoðanir fólks sem ekki myndar sér skoðanir byggðar á staðreyndum en lætur ímyndunarafl og gróusögur ráða.

Jós.T. (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 01:42

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sem betur fer er sá tími að líða undir lok að ríkisstarfsmenn séu að komast upp með hvað sem er. Í þessu tilviki er dæmi um fortíð með viðskipti sem þykja ýta undir vafa. Ákvörðun hennar var að segja af sér (það krafðist þess enginn) en hefði hún farið hina leiðina þá hefði þurft að sýna fram á trúverðugleika viðskiptanna og um leið að ávinna traust varðandi starfið. Það væri nær að líkja þessu við "vafningsmálið" svokallaða en það hefur alltaf verið að flækjast fyrir Bjarna Ben. Það sama á við um þetta mál. Þýðir ekkert að kenna blaðamönnum um það. Það sem er ekki alveg trúverðugt er notað og snúið á haus. Sem leiðir að niðurstöðu minni að trúverðugleikinn í starfi var fokinn ef þú treystir þér ekki í þann ólgusjó.

Rúnar Már Bragason, 30.10.2014 kl. 10:56

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er því er virðist frekar vafasamur pappír þessi kona og alveg ótrúlegt dómgreindarleysi/axarskaft hjá Bjarna að skipa hana í þetta embætti.

Bullið sem vellur upp úr þessum Jós.T. er náttúrulega bara með ólíkindum en jafnframt kátbroslegt :-)

Guðmundur Pétursson, 30.10.2014 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband